Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

23. fundur 26. júní 2025 kl. 16:00 - 17:30 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Andri Jónsson varamaður
    Aðalmaður: Petra Marteinsdóttir
  • Davíð Örn Guðmundsson nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Þorbjörg Skúladóttir varamaður
    Aðalmaður: Magnús Ingi Kristmannsson
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Óskar Örn Gunnarsson
  • Helena Ósk Óskarsdóttir
Fundargerð ritaði: Helena Ósk Óskarsdóttir Sérfræðingur á Skipulagssviði
Dagskrá
Formaður leitar frábrigða og óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá:

2406047 Sandslundur 17, L215924 - Umsókn um deiliskipulag.
2506034 Hlíð 23, L12622 - Umsókn um byggingarleyfi.

1.Sandslundur 17, L215924 - Umsókn um deiliskipulag

2406047

Tekið fyrir afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dagsett 30. apríl 2025. Í bréfinu eru gerðar athugasemdir við birtingu auglýsingar í b-deild þar sem vantar að sýna kvöð um umferðarrétt í gegnum land Sandstanga.

Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn þar sem komið hefur verið til móts við þessa athugasemd.

Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Eyjar 2, L125987, Eyjaflöt (Eyjatjörn) - Umsókn um DSK frístundabyggðar

2501021

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar við Eyjaflöt, dagsett 19.6.2025. Gerðar hafa verið breytingar frá lýsingu sem samþykkt var á 302. fundi sveitarstjórnar. Umfang skipulagsins hefur minnkað talsvert en lóðum hefur verið fækkað en eru nú 7 í stað 19 og nafni svæðisins hefur verið breytt yfir í Eyjaflöt. Við lýsinguna bárust 11 umsagnir/athugasemdir sem komið hefur verið á móts við í tillögunni sem nú liggur fyrir.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að fyrir liggi eignar- og afnotaréttur að vatnsbóli VB9.
AJ víkur af fundi.

3.Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa - Stofnun lóða undir útihús úr landi Eyja 2, L125987

2506027

Lögð er fram fyrirspurn Sigrúnar Bjarnadóttur dags. 19.6.2025 varðandi stofnun fjögurra lóða undir útihús á jörðinni Eyjum 2.

Er erindið lagt fyrir vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og breytinga á útihúsum sem þar eru.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd bendir umsækjanda á að komi til stofnun lóða þurfi deiliskipulag fyrir svæðið að liggja fyrir.
AJ kemur aftur inn á fundinn.

4.Myllulækur Umsókn um framkvæmdarleyfi Vatnsbrunnur

2506003

Lögð er fyrir umsókn Vigdísar Ólafsdóttur dags. 25.5.2025 varðandi framkvæmdir við vatnsból vegna lóðarinnar Myllulækjar.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd bendir á að framkvæmdin sé þess eðlis að hún sé undanskilin framkvæmdarleyfi vegna lítils umfangs og umhverfisáhrifa. Nefndin bendir jafnframt á að gera þurfi skriflegt samkomulag milli sveitarfélagsins og eigenda Myllulækjar ef framkvæmdin er í Ásgarðslandi sem tilheyrir sveitarfélaginu.

5.Umsókn um byggingarleyfi-Norðurnes 56

2305013

Tekið er fyrir erindi Sigurðar Sveins Jónssonar varðandi byggingu 40,0 m2 gestahúss á lóðinni. Erindið var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 31. maí 2023 þar sem eftirfarandi bókun var gerð:



...Nefndin samþykkir byggingaráform með fyrirvara um grenndarkynningu og að reglum um fjarlægð frá lóðarmörkum sé fylgt.



Erindið var sent í grenndarkynningu þann 06.07.2023 til eigenda að Norðurnesi 55 L126433 og 58 L126436 þar sem engar athugasemdir bárust.

Eftir frekari skoðun kom í ljós að á afstöðumynd vantaði málsetningu varðandi fjarlægð gestahússins frá lóðarmörkum.

Byggingarfulltrúi hafnaði í framhaldi erindinu þar sem fjarlægðin sunnan megin reyndist vera um 8 m en ekki 10 m eins og 5.3.2.12. gr. skipulagsreglugerðar 90/2013 segir til um. Þó lóðin sé á ódeiliskipulögðu svæði þá er þó almennt reglan sú að á ódeiliskipulögðum svæðum er ekki formlega búið að ákvarða byggingareiti með 10 m fjarlægð, en engu að síður er reglan í skipulagsreglugerð talin lýsa bestu framkvæmd. Sveitarfélög munu og geta því almennt krafist sambærilegrar fjarlægðar við afgreiðslu byggingarleyfa, nema sérstaklega standi á.



Lagt er fyrir uppfærð afstöðumynd ásamt greinargerð sem sýnir raunverulega fjarlægð frá lóðarmörkum sem er 8,2 m. Greinargerðin fjallar um sérstakar aðstæður á lóðinni sem lúta að halla lóðarinnar og staðsetningu rótþróar sem gerir það að verkum að skv. eiganda er ekki möguleiki að staðsetja húsið fjær lóðarmörkum. Eigendur lóðanna Norðurnes 55 og 58 hafa lýst yfir samþykki sínu með undirskrift sinni á umrædda afstöðumynd. Sveitarfélagið er þinglýstur eigandi landsins sunnan megin við lóðina.



Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila staðsetningu gestahússins með tilliti til upptalinna aðstæðna á lóðinni og fyrirliggjandi samþykkis nágranna, og feli byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar 112/2012.
Sveitarfélagið er eigandi að umræddum lóðarmörkum sunnan við lóðina og ætti staðsetningin því ekki að hafa áhrif á aðra en sveitarfélagið og umsækjenda og telur því ekki þörf á að grenndarkynna erindið að nýju sbr. 3.mgr. 44 gr. skipulagslaga 123/2010.
ÓÖG yfirgefur fundinn.

6.Eyjar 2, L125987 - Ugla íbúðarhús - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2506032

Lögð er fyrir umsókn Sigrúnar Bjarnadóttur dags. 24.06.2025 varðandi byggingu á 190 m2 íbúðarhúsi á jörðinni sbr. afstöðumynd.

Um er að ræða mhl 19. Ekki er fjallað um stofnun lóðar fyrir umrætt hús.



Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd vísar erindinu áfram til sveitarstjórnar en bendir jafnframt á að aðkoma að húsinu uppfylli ekki ákvæði aðalskipulags Kjósarhrepps hvað varðar íbúðarbyggð sbr. 2.2.1. gr.
EG víkur af fundi. AJ tekur við fundarstjórn.

7.Hlíðarás, L126103 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2505028

Tekið er fyrir erindi nr. 8 frá síðasta fundi skipulags- umhverfis og samgöngunefndar þann 28. maí 2025 þar sem lögð var fyrir umsókn Haghóls ehf. dags. 27.05.2025 um fyrirhuguð byggingaráform á 452,6 m2 fjárhúsi í umfangsflokki 1 á landbúnaðarjörðinni Hllíðarás í Kjós L126103.

Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Eldri fjárhús sem komin eru til ára sinna verða rifin og ný fjárhús byggð á sama stað.



Sveitarstjórn hafnaði erindinu vegna formgalla í umsókn sem fólst í vöntun á undangengnu leyfi til niðurrifs á eldra fjárhúsi sem liggur nú fyrir.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
EG kemur aftur inn á fundinn.

8.Kiðafell 5, L228879 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2506035

Lögð er fyrir umsókn Hjalta Andrésar Sigurbjörnssonar dags. 24.06.2025 um fyrirhuguð byggingaráform á 317,1 m2 íbúðarhúsi mhl 01. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Lóðin er skráð 5163 m2 en fyrirhugað er að stækka lóðina um 1200 m2. Stærð eftir breytingu yrði þar með 6363 m2 og nýtingarhlutfall 0,049.

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið með fyrirvara um að stækkun lóðarinnar liggi fyrir og grenndarkynningu án athugasemda sbr. 2. mgr. skipulagslaga 123/2010. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Nefndin er sammála um að grenndarkynna fyrir eigendum Kiðafells L126148, Kiðafells 3 L201361, Kiðafells L126143 og Vegagerðinni.

9.Hjarðarholtsvegur 17 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2406039

Lögð er fyrir umsókn Tómasar Jóhannessonar dags. 24.06.2025 um fyrirhuguð byggingaráform á 192,0 m2 sumarhúsi mhl 01. Fyrir er á lóðinni 12,5 m2 geymsla mhl 02. Heildarbyggingarmagn yrði því 204,5 m2.

Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Lóðin er skráð 2200 m2 en í ferli er leiðrétt skráning vegna uppmælingar á lóð þar sem hún reyndist vera 3318 m2. Nýtingarhlutfall yrði því 0,06.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd hafnar umsókninni þar sem byggingaráform samræmast ekki aðalskipulagi Kjósarhrepps.

10.Hlíð 23 L12622 - Umsókn um byggingarleyfi

2506034

Lögð er fyrir umsókn Jean Eggerts Hjartarsonar Claessen dags. 23.06.2025 um fyrirhuguð byggingaráform á 47,0 m2 bílskúr mhl 02. Fyrir er á lóðinni 64,4 m2 sumarhús mhl 01.

Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Lóðin er skráð 5280 m2 og yrði nýtingarhlutfall 0,02.



Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda sbr. 2. mgr. skipulagslaga 123/2010. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Nefndin er sammála um að grenndarkynna fyrir eigendum að Hömrum 1 L126206, Hlíð 25 L126222, Hlíð 24 L126342 og Hlíð 26 L126223.

Fundi slitið - kl. 17:30.