Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

24. fundur 28. ágúst 2025 kl. 16:00 - 17:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir nefndarmaður
  • Davíð Örn Guðmundsson nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Óskar Örn Gunnarsson
  • Olgeir Olgeirsson
  • Helena Ósk Óskarsdóttir
Fundargerð ritaði: Olgeir Olgeirsson Verkefnastjóri Skipulags- og Byggingarsviðs
Dagskrá

1.Flekkudalsvegur 12, L125982 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2507002

Lögð er fyrir umsókn Ragnars Kristins Lárussonar hönnuður f.h. Styrmis Jónassonar Olsen um fyrirhuguð byggingaráform á 96,5 m2 frístundarhúsi mhl 01 á lóðinni Flekkudalsvegi 12.

Fyrir er á lóðinni húsgrunnur eldra húss sem varð fyrir tjóni. Breyting er gerð á útliti og stærð frá eldri byggingu sem var 93,9 m2. Einnig er á lóðinni geymsla mhl 02 24,0 m2.

Byggingarmagn yrði því samtals 120,5 m2. Stærð lóðar er 1190 m2 og yrði nýtingarhlutfall 0,1.

Í gildi er deiliskipulag.



Þakhalli á nýbyggingu er 14,5° en gildandi deiliskipulag segir til um að þakhalli skuli vera 20 - 45°.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd bendir á að í deiliskipulagi kemur eftirfarandi fram:,, þau hús sem þegar eru risin og eru staðsett innan 50 metra frá ám og vötnum er heimilt að endurbyggja og skal miða stærð þeirra og hæð við núverandi hús''. Einnig kemur þar fram að þakhalli skuli vera 20 - 45 °. Skv. fyrirliggandi teikningum er þakhalli 14,5° og mænishæð 4,2 m (3,5 m á eldri teikningum og þakhalli 18 °).
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um að gerð verði breyting á deiliskipulagi hvað varðar þakhalla auk grenndarkynningar án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga hvað varðar stærð og mænishæð. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum að lóðunum Flekkudalsvegi 11 L125985, Flekkudalsvegi 13 L125979, Eyjatúni 20 L211598, Eyjatúni 22 L211600 og Eyjatúni 24 L211602.
Byggingarfulltrúi hefur stöðvað framkvæmdir.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd vekur athygli á að byggingarfulltrúa er heimilt að leggja á stjórnvaldssekt á framkvæmdir sem eru byggingarleyfisskyldar án þess að hafa fengið byggingarleyfi skv. 9. gr. laga um mannvirki 160/2010.



2.Vindáshlíð, L126485 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2507006

Lögð er fyrir umsókn Guðmundar Gunnars Guðnasonar f.h. KFUM og KFUK um fyrirhuguð byggingaráform á 43,5 m2 gestahúsi mhl 06 á lóðinni Vindáshlíð.

Lóðin er skilgreind sem svæði samfélagsþjónustu í gildandi aðalskipulagi Kjósarhrepps.





Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

3.Sandslundur 28a - 217636 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar

2508014

Lögð er fyrir umsókn Adam Hoffritz f.h. Sigríðar Gunnarsdóttur um breytingu á lóðarmörkum fyrir Sandslund 28a.

Merkjalýsing þessi er vegna breytinga á lóðamörkum Sandslundar 28 L215946 og Sandslundar 28A L217636 auk stofnun nýrrar landeignar úr Sandslundi 28, Sandslundur 28C.

Tilgangur breytinga á lóðamörkum Sandslundar 28 og 28A er betri landnýting.

Ný landeign, Sandslundur 28C verður frístundalóð á ódeiliskipulögðu frístundasvæðí. Fyrir breytingu er lóðin Sandslundur 28 skráð 33.326 m2. Fyrir breytingu er lóðin Sandslundur 28A skráð 35.126 m2. Úr Sandslundi 28 og yfir í Sandslund 28A fer spilda 7442,9 m2 að stærð. Úr Sandslundi 28A og yfir í Sandslund 28 fer spilda um 7812,3 m2.

Eftir breytingu er Sandslundur 28 24.837,5 m2 og Sandslundur 28A 32.928,5 m2. Ný landeign, Sandslundur 28C er stofnuð úr Sandslundi 28 og verður 9450,8 m2 að stærð.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að skv. bókun 3. fundar Skipulags- umhverfis og samgöngunefndar þann 28. september 2023 kemur fram að við stofnun nýrra lóða á þessu svæði þurfi að liggja fyrir deiliskipulag.

4.Írafell 2 LL221016 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar

2508012

Lögð er fyrir umsókn Vilhjálms Árnasonar um að lóðinni Írafell 2 L221016 verði breytt úr frístundalóð í íbúðarhúsalóð. Um er að ræða 33.500 m2 lóð á ódeiliskipulögðu svæði. Á lóðinni stendur 109,0 m2 sumarbústaður. Aðkoma er um slóða af Írafellsvegi.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að taka erindið til skoðunar innan vinnu við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029.
M.K víkur af fundi.

5.Árbraut 12, L126083 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar

2507015

Lögð er fyrir umsókn Adam Hoffritz f.h. Ínu Skúladóttur um breytta stærð lóðar. Fyrir liggur merkjalýsing vegna stækkunar á Ábraut 12 L126083. Við lóð bætist 229,1 m2 spilda úr Grjóteyrar L126053. Lóðin er skráð 1504 m2. Stærð Árbrautar 12 eftir breytingu verður 1730,2 m2.

Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stækkunina með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýstra eigenda upprunalands.
M.K kemur inn á fund.

6.Meðalfellsvegur 50, breyting skráningar lóðar

2508021

Tekið er fyrir erindi Ferðaþjónustunnar Hjalla ehf sem kom áður fyrir á 22. fundi nefndarinnar þann 28. maí 2025:

Tekin er fyrir umsókn Ferðaþjónustu Hjalla ehf um breytta skráningu lóðarinnar Kaffi Kjós L173107 úr verslunar - og þjónustulóð í íbúðarhúsalóð. Sem og að staðfangi lóðar verði breytt úr Kaffi Kjós í Hulduhlíð en lóðin stendur við Meðalfellsveg 50 sem er 3500 m2 lóð.

Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd mælist til þess við sveitarstjórn að staðfangi verði breytt í Meðalfellsvegur 50 og stofnað verði sérheitið Hulduhlíð. Nefndin hafnar umsókn um breytingu á skráningu lóðar þar sem lóðin uppfyllir ekki kröfur aðalskipulags um stærðir íbúðarhúsalóða.



Umsækjandi óskar eftir að niðurstaða nefndar verði tekin til endurskoðunar.

Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd bendir á að fyrri bókun stendur hvað varðar stærð lóðar samkvæmt gildandi aðalskipulagi Kjósarhrepps. Að auki þarf að liggja fyrir staðbundið hættumat vegna ofanflóða til þess að erindið sé tekið til frekari skoðunar innan vinnu við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029.

7.Afgreiðslufundur Byggingarfulltrúa

2508020

9. Fundur:

- Útgefin byggingarleyfi á deiliskipulögðum svæðum.

- Verkefnastaða Skipulags- og Byggingardeildar.

Fundi slitið - kl. 17:00.