Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

25. fundur 25. september 2025 kl. 16:00 - 17:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir nefndarmaður
  • Magnús Guðbjartsson varamaður
    Aðalmaður: Davíð Örn Guðmundsson
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Óskar Örn Gunnarsson
  • Olgeir Olgeirsson
  • Helena Ósk Óskarsdóttir
Fundargerð ritaði: Olgeir Olgeirsson Verkefnastjóri Skipulags- og Byggingarsviðs
Dagskrá

1.DSK Sandslundur 16,26 og Sandstangi

2509028

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Sandslund 16. Deiliskipulagið nær yfir lóðirnar Sandstanga L237218, Sandslund 16 L215846 og að hluta Sandslund 26 L215944. Samtals 15 lóðir á bilinu 0,17 til 0,53 ha. Gera þarf óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Sandslund 17 vegna aðkomu að svæðinu.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að fresta málinu og felur verkefnastjóra að ræða við umsækjanda varðandi lagfæringar á skipulagsuppdrætti og greinargerð. Einnig þarf að leggja fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir Sandslund 17.

2.Sandslundur 28a - 217636 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar

2508014

Eftirfarandi mál var tekið áður fyrir á 24. fundi Skipulags- umhverfis og samgöngunefndar þann 28. ágúst 2025 og staðfest af Sveitarstjórn þann 03.september 2025:



Fallið er frá fyrri áformum um stofnun lóðarinnar Sandslundur 28C.



Breyting lóða er eftirfarandi:



Úr Sandslundi 28 og yfir í Sandslund 28A fer 7442,9 m2 spilda.

Úr Sandslundi 28A og yfir í Sandslund 28 fer 7812,3 m2 spilda.

Úr Sandslundi 28 og yfir í Sandslund 15A fer 9450,8 m2 spilda.



Eftir breytingu eru stærðir lóða:



Sandslundur 15A L220899, 18.995,7 m2 - Var fyrir breytingu 9.545 m2.

Sandslundur 28 L215946, 24.837,5 m2 - Var fyrir breytingu 33.326 m2

Sandslundur 28A L217636, 32.928,5 m2 - Var fyrir breytingu 35.126 m2
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að staðfesta merkjalýsingu með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýsts eiganda allra lóða og farið verði í deiliskipulagsgerð fyrir svæðið sem nær til lóðanna Sandslundur 15, 15A, 27, 28, 28A, 28B.

3.Óleyfisframkvæmdir afgreiðsla byggingarfulltrúa

2509030

Lagt er fyrir nefndina erindi byggingarfulltrúa vegna óleyfisframkvæmdar í Kjósarhreppi. Eigandi hefur ekki brugðist við áskorunum byggingarfulltrúa um umbætur. Byggingarfulltrúi leggur því til að lagðar verði stjórnvaldssektir á viðkomandi aðila, sbr. 57. gr. a laga nr. 160/2010 um mannvirki, þar sem byggingarfulltrúi getur lagt stjórnvaldssektir á einstakling eða lögaðila sem:



-hefur framkvæmdir sem eru byggingarleyfisskyldar án þess að hafa fengið byggingarleyfi skv. 9. gr.,



- tekur mannvirki í notkun án þess að hafa óskað eftir og fengið útgefið vottorð um öryggisúttekt skv. 35. gr.,
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu byggingarfulltrúa um að beita stjórnvaldssektum í málinu, sbr. 57. gr. a laga nr. 160/2010 um mannvirki, til að knýja fram úrbætur.

4.Staða Skipulagsmála september 2025

2509031

Mál í skipulagsferli innan skipulagsgátta Skipulagsstofnunar og eða landskráningarkerfis HMS. Deiliskipulög (DSK), Grenndarkynning (Gk), Aðalskipulag (ASK) og merkjalýsingar (ML).

Fundi slitið - kl. 17:00.