Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

26. fundur 30. október 2025 kl. 16:00 - 17:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir nefndarmaður
  • Davíð Örn Guðmundsson nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Óskar Örn Gunnarsson
  • Olgeir Olgeirsson
Fundargerð ritaði: Olgeir Olgeirsson Verkefnastjóri Skipulags- og Byggingarsviðs
Dagskrá

1.Nytt DSK Flekkudalsvegur 12 L125982

2510002

Tekin fyrir eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn fyrir Flekkudalsveg 12 vegna byggingaráforma á 96,5 m2 frístundarhúsi. Engar athugasemdir bárust við grenndarkyninguna sem lauk 7.10.2025.
Skipulags- umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarfulltrúa verði falið að afgreiða byggingarheimild þar sem grenndarkynning hefur þegar farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 án athugasemda.

2.Berjabraut 12 DSK

2510018

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Háls. Breytingin felur í sér breytingar á lóðamörkum Berjabrautar 12, L199291. Við þessa breytingu stækkar umrædd lóð úr 2255 m2 í 2891,1 m2 eða um 636,1 m2. Viðbótin kemur úr landi Háls, L126085.
Skipulags- umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grenndarkynnt verði fyrir Berjabraut 14, L199293 og Berjabraut 10, L199289.

3.Eyjar 2, L125987, Eyjaflöt (Eyjatjörn) - Umsókn um DSK frístundabyggðar

2501021

Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar Eyjatjarnar í landi Eyja 2. Deiliskipulaginu er ætlað að skapa skýran ramma utan um uppbyggingu 6 frístundalóða.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að settur verði inn texti í deiliskipulag um að ekki verði heimiluð uppbygging á nýju svæði fyrr en ný vegtenging hefur verið lögð. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Hólmahjalli 7-8, eignask.samningur L126035 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar

2510023

Lögð er fyrir eignaskiptayfirlýsing Kristínar Pétursdóttur er varðar lóðina Hólmahjalla 7-8 í Kjós. Með eignaskiptayfirlýsingunni verða til tvö fasteignanúmer innan lóðarinnar. Annars vegar Hólmahjalli 7 (mhl. 01), og hins vegar Hólmahjalli 8 (mhl. 02 og 03). Skilgreind er hlutfallstala í lóðinni sem tilheyrir hvorri eign, en lóðin verður áfram ein heild.

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun annars fasteignanúmers á lóðinni.

5.Sandseyri 5, L126462 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2510005

Lögð er fyrir umsókn Örvars Sigþórs Guðmundssonar dags. 09.10.25 um byggingarleyfi á þegar byggðu 38,3 m2 frístundarhúsi mhl 01 á lóðinni Sandseyri 5 L126462. Stærð lóðar er 3492,2 m2 og yrði nýtingarhlutfall 0,01. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Vakin er athygli á því að samkvæmt grein 57 í mannvirkjalögum getur Byggingarfulltrúi lagt á stjórnvaldssektir á einstakling sem hefur framkvæmd sem er byggingarleyfisskyld án þess að hafa fengið byggingarleyfi.

6.Umsókn um niðurrif - Kiðafell L126148

2510031

Lögð er fyrir umsókn um leyfi til niðurrifs á sumarhúsi á lóðinni Kiðafell L126148 vegna altjóns á matshluta 01(Mhl 010101) byggt 1969, 70.1 m2 að stærð.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild til niðurrifs.
Leyfið er háð því að allt efni sem farga þarf verði flokkað og komið á viðurkenndan urðunarstað í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar, mannvirkjalaga og annarra laga og reglugerða sem við eiga. Tilkynna skal leyfisveitanda þegar niðurrifi er lokið.

7.Brekkuskáli, L126146 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi

2501004

Tekin er fyrir umsókn Sigurbjörns Magnússonar um byggingarheimild á fyrirhuguðu gestahúsi (mhl03). Um er að ræða nýtt gestahús austan við núverandi frístundahús, Brekkuskála í landi Kiðafells L126146.

Erindið var áður til umfjöllunar á 18. fundi Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefndar þann 30. janúar 2025, þar sem eftirfarandi bókun var gerð:



Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna erindið með þeim fyrirvara að reglum um fjarlægð frá lóðarmörkum sé fylgt.



Grenndarkynningu er lokið án athugasemda og merkjalýsingu hefur verið skilað inn, þar sem brugðist hefur verið við athugasemd um fjarlægð frá lóðarmörkum.

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

8.Holt, L200724 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Umfangsflokkur 2

2510006

Lögð er fyrir umsókn Gunnars Leó Helgasonar um fyrirhuguð byggingaráform á 54,0 m2 viðbyggingu við íbúðarhús Holt L200724 mhl 01. Núverandi hús er 83,8 m2 og heildar byggingarmagn eftir stækkun 137,8 m2 á 154.000 m2 íbúðarhúsalóð.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Fylgiskjöl:

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 10

2510001F

10.Gjaldskrá vegna skipulagsmála. lóðamála og framkvæmdaleyfa.

2412005

Lagt fram til kynningar.

11.Gjaldskrá vegna útgáfu byggingarheimilda, byggingarleyfa og þjónustu byggingarfulltrúa.

2412006

Lagt fram til kynningar.

12.Ályktun vgna skipulagsmála skógræktar hjá sveitarfélögum

2509038

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.