Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

27. fundur 27. nóvember 2025 kl. 16:00 - 17:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir nefndarmaður
  • Andri Jónsson varamaður
    Aðalmaður: Guðmundur H Davíðsson
  • Magnús Ingi Kristmannsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Óskar Örn Gunnarsson
  • Olgeir Olgeirsson
Fundargerð ritaði: Olgeir Olgeirsson Verkefnastjóri Skipulags- og Byggingarsviðs
Dagskrá

1.DSK Sandslundur 16,26 og Sandstangi

2509028

Lögð er fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Sandslund 16. Deiliskipulagið nær yfir lóðirnar Sandstanga L237218, Sandslund 16 L215846 og að hluta Sandslund 26 L215944. Samtals 15 lóðir á bilinu 0,17 til 0,53 ha. Erindið var áður á 25. nefndarfundi. Brugðist hefur verið við öllum athugasemdum og uppfærðum uppdráttum skilað inn.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 1. Mgr. 41. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Sandslundur 28a - 217636 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar

2508014

Erindið var áður tekið fyrir á 25. fundi Skipulags- umhverfis- og samgöngunefndar þann 25. september sl. Og þar áður (Eftirfarandi mál var áður tekið fyrir) á 24. fundi Skipulags- umhverfis og samgöngunefndar þann 28. ágúst 2025 og staðfest af Sveitarstjórn þann 3.september 2025: Málið kom aftur fyrir nefndinni 25. september 2025 og þá vilja umsækjendur falla frá fyrri áformum um stofnun lóðarinnar Sandslundur 28C. Í nýrri umsókn er fallið frá stofnun nýrrar lóðar, einungis er sótt um um breytingu á stærðum lóða og lagfæringu lóðarmarka og snertir ekki landamerki aðliggjandi lóða.

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd lagði til við sveitarstjórn að staðfesta merkjalýsingu með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýsts eiganda allra lóða og farið verði í deiliskipulagsgerð fyrir svæðið sem nær til lóðanna Sandslundur 15, 15A, 27, 28, 28A, 28B. Sama dag og sveitarstjórn tók málið fyrir bárust gögn vegna málsins sem ekki gafst tími til að yfirfara. Í kjölfarið í ljósi nýrra upplýsinga var málinu aftur vísað til afgreiðslu í Skipulags- umhverfis- og samgöngunefnd.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd fellur frá fyrra skilyrði og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hjálagða merkjalýsingu með fyrirvara um samþykki þinglýstra eiganda lóðanna og aðliggjandi lóða. Nefndin bendir jafnframt á að notkun lóðanna helst óbreytt og snertir ekki landamerki aðliggjandi lóða. Nefndin hvetur þó landeigendur til að deiliskipuleggja svæðið.

3.Eyjatún 27, L211783 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar

2511018

Tekin er fyrir umsókn Adam Haffritz fyrir hönd Páls Heimis Ingólfssonar um breytingu á stærð lóðarinnar Eyjatún 27 (L211783) í skilgreindri frístundabyggð samkvæmt núgildandi aðalskipulagi. Lóðin er skráð 1.512 m2. Eftir breytingu verður lóðin 15.218,9 m2. Fyrir liggur merkjalýsing. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að breyting á að stærð lóðarinnar kallar á breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem ekki er samræmi á milli nýrrar stærðar lóðarinnar og uppgefinnar stærðar í gildandi deiliskipulagi. Nefndin felur Verkefnastjóra að ræða við umsóknaraðila um gerð deiliskipulagsbreytingar.

4.Holt L200724 - Umsókn um stofnun lóða

2511001

Lögð er fyrir umsókn Adams Hoffritz fyrir hönd Gunnars Leó Helgasonar um stofnun íbúðarhúsalóðar úr jörðinni Holt (L,200724) sem skv. skráningu er íbúðarhúsalóð, 15,4 ha. Lóð verður stök íbúðarlóð og verður 6.935,6 m2 að stærð. Sótt er um staðfangið Móðalundur. Svæðið er flokkað sem landbúnaðarsvæði á núgildandi aðalskipulagi. Ekkert deiliskipulag er í gildi. Stærð upprunalands er 154.000 m2 en verður 147.064,4 m2 eftir breytingu. Aðkoma um veg frá Hvalfjarðarvegi um Holt. Kvöð er á landi Holts (L200724) að hindra ekki aðkomu að lóð. Ný landareign er alfarið innan marka Holts (L200724). Á aðaluppdrætti dags. 10.9.2015 sem samþykktur var af sveitarstjórn Kjósarhrepps er skilgreindur byggingareitur. Byggingareitur Móðalundar er innan þess byggingareitar.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýstra eiganda upprunalands.

5.Endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps

2310018

Lögð er fram til kynningar vinnslutillaga endurskoðaðs aðalskipulags Kjósarhrepps 2024-2036.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd hvetur íbúa og aðra hagsmunaaðila í Kjósarhreppi til að kynna sér tillöguna og gera athugasemdir ef einhverjar eru.

6.Svæðisskipulagsnefnd fundur 141

2511010

Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Verkefni Skipulags- og Byggingarsviðs

2511019

Langt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.