Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

28. fundur 18. desember 2025 kl. 16:00 - 17:15 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir nefndarmaður
  • Þorbjörg Skúladóttir varamaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Óskar Örn Gunnarsson
  • Olgeir Olgeirsson
Fundargerð ritaði: Olgeir Olgeirsson Verkefnastjóri Skipulags- og Byggingarsviðs
Dagskrá

1.Hlíð 64 - Umsók um byggingarleyfi (Niðurrif)

2511028

Lögð er fyrir umsókn um byggingarheimild til niðurrifs á 35,5 m2 sumarhúsi á lóðinni Hlíð 64, L126283, mhl 01 sem er gamalt og ónýtt. Byggingarheimild er fyrir nýju húsi á lóðinni.
Leyfið er háð því að allt efni sem farga þarf verði flokkað og komið á viðurkenndan urðunarstað í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar, mannvirkjalaga og annara laga og reglugerða sem við á . Tilkynna skal leyfisveitanda þegar niðurrifi er lokið.

2.Litli Bær spilda úr Blönduholti - Umsókn um stofnun lóða

2512007

Lögð er fyrir umsókn um stofnun 50013,2 m2 spildu úr Blönduhollti L125911 og mun fá heitið Blönduholt 4. Engin stærð er skráð á Blönduholt en stærð þess minnkar sem nemur stærð nýrrar spildu. Svæðið er flokkað sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Kjósarhrepps.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir samhljóða og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki þinglýsts eiganda upprunalands.

3.Kríuhóll úr Blönduhollti, L125911 -Umsókn um breytingu á skráningu lóðar

2512006

Lögð er fyrir umsókn um stofnun nýrrar landeignar úr Blönduholti L125911. Ný landeign verður 78212,18 m2 eða 7,8 ha. Stærð upprunalands er ekki skráð en minnkar sem nemur stærð nýrrar landeignar. Ný landeign skal heita Kríuhóll. Svæðið er flokkað sem landbúnaðarsvæði á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Aðkoma verður um núverandi vegtengingu fyrir Holt frá Hvalfjarðarvegi. Ekkert mannvirki er á lóðinni.

Kvöð er á eiganda Blönduholts að hindra ekki aðkomu að lóð.

Aðliggjandi landeignir eru Holt L200724, Árbakki L125912 og Laxárnes L126160.

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir samhljóða og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að kvaðir verði settar á landeigninar Holt L200724 að hindra ekki aðgengi að Kríuhól og kvöð á landið Kríuhól að hindra ekki aðgengi að Árbakka L125912. Einnig þarf að liggja fyrir samþykki þinglýsts eiganda upprunalands.

4.Grænhóll úr Blönduhollti L125911 - Umsókn um stofnun lóða

2512005

Lögð er fyrir umsókn um stofnun nýja lóðar úr landi Blönduholts L125911. Ný landeign verður 16,12 ha að stærð. Stærð upprunalands er ekki skráð en minnkar sem nemur stærð nýrrar landeignar. Ný lóð mun heita Grænhóll. Svæðið er flokkað sem frístundasvæði, F5 í aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Innan svæðis eru frístundalóðir. Aðkoma verður um veg frá Blönduholtsvegi líkt og verið hefur. Ekkert mannvirki er á lóðinni.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir samhljóða og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki þinglýsts eiganda upprunalands. Kvöð er á nýrri landeign Grænhóll að hindra ekki aðkomu að Blönduholts sumarhúsahverfinu.

5.11 Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

Fundi slitið - kl. 17:15.