Fara í efni

Sveitarstjórn

188. fundur 04. október 2007 kl. 23:03 - 23:03 Eldri-fundur

 

 

Ár, 2007, 4. október er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            Kl. 20.00.

 

Mæting;Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,

Hermann  Ingólfsson, og Guðný G. Ívarsdóttir

 

 

 

1.    Fundagerðir lagðar fram:

 

 

a)  Skipulags-og byggingarnefndar  frá; 12.09. 2007

Afgreiðsla; Samþykkt

 

b) Skipulags-og byggingarnefndar  frá; 03.10. 2007

Afgreiðsla; Samþykkt

 

c)Umhverfis-og ferðamálanefndar frá;18.09. 2007

Afgreiðsla;Lögð fram, 4. liður vísað til 3. dagskrárliðar fundarins.

 

d) Menningar- fræðslu-og félagsmálanefndar frá; 01.10. 2007

Afgreiðsla; liður 4

 Samþykkt að fela nefndinni að kanna útfærslumöguleika á frístundakortum fyrir grunnskólanema. Þá samþykkir hreppsnefnd að bjóða upp á að akstur verði aukinn í tvær ferðir í viku í félagsmiðstöð ÍTR á Kjalarnesi ef eftirspurn verður.

 

2. Viðhald Ásgarðs.

Oddviti kynnti áætlaðan kostnað við endurnýjun glugga og utanhúsklæðningar á austurgafli og stofuvegg.

 

3. Kjósarrétt

Oddviti greindi frá að byggingameistari hafi verið fenginn til að skoða ástand réttarinnar og meta hvaða möguleikar eru varðandi varðveislu hennar.

Niðurstaða hafi verið að ekki væri gerlegt að gera við réttina vegna hversu steypa hennar er illa farinn.

Fyrir liggur afstaða umhverfis-og ferðamálanefndar um varðveislu réttarinnar.

Afgreiðsla;

Samþykkt að fela Hermanni og Guðmundi að kanna kostnað við uppbyggingu á réttinni í upprunarlegri mynd og eða að  kanna leiðir til að: minnka umfang réttarinnar, halda í sögulega þýðingu og aðlaga hana að breyttri notkunarþörf.

 

4.Gámaplan við Hurðarbaksholt

Þrjú tilboð hafa borist í að malbika planið.

Afgreiðsla; Oddvita falið að ganga að hagkvæmasta tilboði.

 

5. Borun til hitastigulsmælinga og vatnsöflunar

Greint  frá hitastigulsmælingum í síðasta mánuði.

Afgreiðsla; Samþykkt að heimila borun á hitastigulsholum í samráði við Kristján Sæmundsson.

 

 

6. Kosning nýs varafulltrúa í foreldraráð Klébergsskóla

Laufey Kristjánsdóttir Litlu-Tungu hefur beðist undan setu í ráðinu.

Afgreiðsla; Samþykkt að tilnefnaAndreu M. Jónsdóttur Lækjarbraut 2.

 

7. Beiðni um fjárstuðning til útgáfu sóknarlýsingar.

Í erindi Sögufélags og Örnefnastofnunar kemur fram að unnið er að endurútgáfu Sýslu-og sóknarlýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 1937-39.

Afgreiðsla; Samþykkt að veita styrk að upphæð 50.000 kr.

 

8. Önnur mál

 

a) Lagt fram bréf frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að halda fundi með öllum fulltrúum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt fulltrúum félags- og skólamála.

 

b) Lagt fram bréf fulltrúa í reiðveganefnd Kjalarnesþings þar sem óskað er eftir fundi með hreppsnefnd og hagsmunaaðilum

 

c) Erindi frá Kópavogsbæ dags. 30.09.2007 þar sem óskað er eftir athugasemdum og ábendingum varðandi tillögu að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.Tillagan nær til Vatnsendahvarfs- athafnasvæði í Kópavogi og felst í að opnu svæði er breytt í svæði fyrir verslun, þjónustu- og athafnasvæði. Tillagan nær til 2.8 ha landssvæðis.

Afgreiðsla: Samþykkt

 

c) Lagt fram sameiginlegt erindi Garðabæjar og Kópavogsbæjar til kynningar dags. 25.09.2007 varðandi breytingu á svæðisskipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.

Meðfylgjandi er umhverfisskýrsla frá júlí 2007.

 

 

Fundi slitið kl. 23.26

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir