Fara í efni

Sveitarstjórn

226. fundur 05. júní 2008 kl. 23:11 - 23:11 Eldri-fundur

Ár, 2008, 5. júní er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            kl. 20.00.

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,

Hermann  Ingólfsson, og Guðný G. Ívarsdóttir.

 

 

 

1.         Fundagerðir nefnda.

 

a)         Skipulags-og byggingarnefndar frá 4. júní.

Afgreiðsla; Samþykkt

 

b)         Stýrihópur staðardagskrár 5. maí

Afgreiðsla;  Lögð fram.

 

c)         Menningar-fræðslu-og félagsmálanefndar frá 4. júní

Afgreiðsla; Lögð fram

 

 

3.         Ársreikningur Kjósarhrepps 2007, síðari umræða.

Rekstrarniðurstaða samkvæmt ársreikningi 2007 var jákvæð um 37.8 m.kr. Rekstrartekjur námu alls 113.1 m.kr.

Afgreiðsla; Ársreikningur Kjósarhrepps 2007 er samþykktur.

 

 

3.         Jarðhitaleit í Kjósarhreppi

Oddviti greindi frá niðurstöðu útboðs á borun hitastigulsholna. Samkvæmt þeim er jarðhitaleitin umtalsvert dýrari en ráð var fyrir gert. Beðið er niðurstöðu Orkusjóðs vegna umsóknar Kjósarhrepps um framlag til leitarinnar.

Afgreiðsla; Samþykkt að fela oddvita og formanni orkunefndar að vinna að framgangi málsins. Kostnað sem kann að leiða af verkefninu umfram fjárhagsáætlun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 

4.         Vegamál        

Oddviti greindi frá að ráðstöfunarfé Vegagerðarinnar til heimreiða fyrir yfirstandandi ár nægir ekki til nauðsynlegra viðhalds-og nýbyggingaframkvæmda og leggur til að sveitarsjóður veiti kr. 2 millj. til Vegagerðarinnar sem óafturkræfum styrk sem nýttur verður til viðhalds á heimreiðum. Útgjöldum sem leiða af verkefninu umfram fjárhagsáætlun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 

Afgreiðsla; Samþykkt

 

5.         Kjör oddvita og varaoddvita til eins árs.

Afgreiðsla; Samþykkt að þeir sömu sitji áfram.

 

 

6.         Bréf Fuglaverndunarfélags Íslands

Lagt fram bréf frá Fuglaverndunarfélagi Íslands til hreppsnefndar Kjósarhrepps, dags. 6. maí 2008.        Í bréfinu kemur fram að í ljós hefur komið að Hurðabakssefi og Káranessefi, sem eru mjög mikilvæg m.t.t. fuglalífs, hefur verið spillt með framræslu og vatnsstaða þeirra lækkuð mikið.

Sefin er sögð afar mikilvæg vegna fjölbreytts fuglalífs og síst flórgoðanna sem þar verpa og er svæðið þeim eitt það mikilvægasta á landinu.

Þá er bent á að sefin njóta sérstakrar verndar samkvæmt Náttúruverndarlögum og eru framkvæmdir sem hafa áhrif á þau háðar umsögn Umhverfisstofnunnar.

Fuglaverndunarfélagið fer þess á leit við sveitarstjórn að hún leiti leiða til að endurheimta tjarnirnar sem allra fyrst, þannig að sköpuð verði varpskilyrði fyrir flórgoða fyrir varptímann 2008.

 

7.         Bréf Umhverfisstofnunnar


Lagt fram bréf Umhverfisstofnunnar til Hreppsnefndar Kjósarhrepps dags. 4. júní 2008
Í bréfinu kemur fram að stofnuninni hefur borist erindi frá Fuglavernd til Kjósarhrepps dags. 6. maí 2008. þar sem fram kemur að ræstar hafa verið fram mýrar sem eru á Náttúruminjaskrá; Káranessef og Hurðabakssef.

Þá segir í bréfinu:
”Samkvæmt lögum um náttúrvernd  nr. 44/1999 37. gr. 1. m.gr. c. liður njóta mýrar og flóar 3 hektarar eða stærri sérstakrar verndar og skal forðast röskun þeirra eins og kostur er. Í 2. mgr. sömu greinar er sagt að  leita skuli umsagnar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda áður en veitt er leyfi til framkvæmda sem hafa í för með sér röskun jarðmynda og vistkerfa. skv.1. mgr.  Þarna er mikið fuglalíf og meðal annars flórgoðavarp en flórgoði er á válista Náttúrufræðistofnunar frá árinu 2000 sem tegund í yfirvofandi hættu”.
Þá segir í bréfinu:
”Umhverfisstofnun hefur ekki fengið til umsagnar framræslu þessa og gerir alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina.  Í 38. gr. laga nr. 44/1999 segir um hættu á röskun á náttúruminjum  skv. 1. mgr. að leita skuli umsagnar og tilkynna Umhverfisstofnun um framkvæmdir þar sem hætta er á að spillt verði öðrum náttúrminjum á náttúruminjaskrá sbr. 67. og 68 gr. sömu laga”.  

Að lokum segir:
”Umhverfisstofnun óskar eftir að Kjósarhreppur grípi þegar til aðgerða í samræmi við skipulags- og byggingarlög og að sett verði fram áætlun um endurheimt þess votlendis sem hefur verið raskað. Umhverfisstofnun óskar eftir svari hreppsnefndar innann mánaðar frá dagsetningu þessa bréfs er varðar viðbrögð til úrbóta”.

 

Afgreiðsla; Samþykkt að fela oddvita að vinna að úrlausn málsins og svara stofnuninni. Hreppsnefnd leggur  áherslu á að hér er um að ræða framkvæmd sem ekki hefur verið aflað tilskyldra leyfa fyrir.

 

 

 

 

5. Önnur mál

 

A)        Oddviti lagði fram tvö bréf  oddvita til tveggja  lóðahafa við Meðalfellsvatn vegna leyfisskyldra framkvæmda sem ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir.

 

Afgreiðsla; Hreppsnefnd staðfestir efnisatriði bréfanna og beinir því til framkvæmda- aðila að virða skipulags-og byggingalög í Kjósarhreppi. Oddvita falið að fylgja málinu eftir.

 

 

B)        Oddviti lagði fram bréf til Umhverfisstofnunar 4. mars 2008, skrifað í nafni hreppsnefndar þar sem óskað er eftir að við endurskoðun og skilgreiningu lands á náttúruminjaskrá, verði takmörkum verndarsvæða í Kjósarhreppi breytt þannig að umfang þeirra verði minnkað.

 

Afgreiðsla; Efnisatriði bréfsins staðfest.

 

 

Steinunn Hilmarsdóttir víkur af fundi vegna umsóknar um ristarhlið.

 

C)                Ristarhlið.

Afgreiddar eru umsóknir vegna ristarhliða og verða þau sett upp á eftirfarandi heimreiðar: Bollastaðir-Stekkjarflöt, Traðarholt, Stangarholt-Möðruvellir, Bugðuós, Ásar-Þorláksstaðir.

 

Steinunn Hilmarsdóttir kemur aftur á fund.

 

Fundi slitið 22.45

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir