Fara í efni

Sveitarstjórn

228. fundur 03. júlí 2008 kl. 23:09 - 23:09 Eldri-fundur

Ár, 2008, 3. júlí er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            kl. 20.00.

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,

Hermann  Ingólfsson, og Guðný G. Ívarsdóttir.

 

 

 

1.         Fundagerðir nefnda.

a)         Umhverfis-og ferðamálanefndar frá 5.júní, 18.júní, 25.júní og 01. júlí 2008

            lagðar fram.

Afgreiðsla:2. liður fundargerðar frá 01.júlí ; Hreppsnefnd samþykkir að    Kjósarkortið verði sent inn á hvert heimili í hreppnum.  

            Afgreiðsla 3. liður fundargerðar 01.júlí: Oddvita falið að hefja undirbúning að samkeppni um merki Kjósarhrepps.     

                                                       

b)         Samgöngu-og orkunefndar frá 18. júní 2008 lögð fram.

 

3.         Jarðhitaleit í Kjósarhreppi

      

Oddviti greindi frá að fengist hefði 1.8 m.kr.framlag úr Orkusjóði til verkefnisins.           .

    Lagt fram yfirlit yfir kostnað og skýrslu Kristjáns Sæmundssonar um árangur                      

    jarðhitaleitar 2008. Í skýrslunni kemur fram:

 

Afgreiðsla; Samþykkt að fela oddvita og formanni orkunefndar að vinna áfram að framgangi málsins.

 

 

4.         Opinn dagur, Kátt í Kjós     

 

Oddviti kynnti tilhögun dagsins og lagði fram drög að bæklingi.

 

5.         Skólaakstur

 

Samningur við skólabílstjóra er að renna út.

Afgreiðsla;Samþykkt að oddviti vinni að því að greina stöðuna með hliðsjón af nemendafjölda og akstursleiðir.

 

6.         Staðardagskrá 21

.

Lögð fram drög að Staðardagskrá 21 fyrir Kjósarhrepp og jafnframt erindi frá Arnheiði Hjörleifsdóttur starfsmanns staðardagskrárverkefnisins í Kjósarhreppi þar sem hún óskar eftir að efnisatriði draganna verði tekin fyrir á fundi hreppsnefndar.

Afgreiðsla;Samþykkt að vísa erindinu til næsta fundar, þannig að nefndarmönnum gefist rými til að kynna sér drögin.

 

7.         Önnur mál

 

 

 

 

Fundi slitið kl. 22.50

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir