Fara í efni

Sveitarstjórn

265. fundur 02. apríl 2009 kl. 14:39 - 14:39 Eldri-fundur

 

Ár, 2009, þann 2. apríl er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            kl. 10:00

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,

Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir.

 

Fundargerð:

 

 

1.              Fundagerðir nefnda.

 

A)     Menningar-fræðslu-og félagsmálnefndar frá                26.03.03

Afgreiðsla:  Lögð fram

           

B)     Umhverfis-og ferðamálnefndar frá 31.04.09

Afgreiðsla: Lögð fram

 

C)     Samgöngu-og orkunefndar frá 30.03.09

Afgreiðsla: Lögð fram. Vegna umsókna um ristarhlið á heimreiðar vill hreppsnefnd skilyrða afhendingu þeirra við að búið sé að girða af þau svæði sem viðkomandi hlið veita aðgengi að, og að jafnframt verði boðið upp á valkost um lokanleg hlið.

 

2.      Þriggja ára fjárhagsáætlun

Lögð fram þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir sveitarsjóð Kjósarhrepp til síðari umræðu.

Afgreiðsla:  Samþykkt

 

3.      Styrkbeiðni  frá klúbbnum Geysi

Lagt fram að nýju erindi frá klúbbnum Geysi sem menningar-fræðslu-og félagsmálanefnd vísaði til hreppsnefndar. Óskað er eftir fjárstuðningi vegna starfs klúbbsins,en markmið hans er m.a. að vinna að aukinni þátttöku einstaklinga með geðraskanir á almennum vinnumarkaði.

Afgreiðsla:  Beiðni hafnað

 

4.      Skólaakstur

Hermann víkur af fundi.

Oddviti greindi frá; að samningar eru lausir við verktaka vegna skólaaksturs. Hefur þeim verið boðið að gera óformlegt skriflegt tilboð í verkefnið.

Afgreiðsla: Sigurbirni og Guðmundi falið að fara yfir verkefnið og ræða við verktakana.

 

 

5.      Sorphirðumál

Lagt fram minnisblað um leiðir til að draga úr kostnaði við meðhöndlun úrgangs.

Afgreiðsla:Hreppsnefnd samþykkir að endurvinnsluplani verði lokað með hliði og að auglýstur verði ákveðinn afgreiðslutími á planinu og að starfsmaður verði þar við þjónustustörf á þeim tíma. Oddvita falið að auglýsa eftir starfsmanni eða verktaka á planið.

Afgreiðslutíminn verði með eftirfarandi hætti frá 1. maí  til 1. okt:

Þriðjudaga;      frá 16:00-18:00

Fimmtudaga:  frá 16:00-18:00

Laugadaga:    frá 16:00-20:00

Sunnudaga:   frá 16:00-20:00

 

6.       Staðsetning byggðarmerkja.

Afgreiðsla. Samþykkt að byggðamerki verði sett upp sem næst  sveitarfélagsmörkum.

 

7.      Erindi frá Sf.Kjós

Lagt fram erindi frá stjórn sauðfjárræktarfélagsins Kjós þar sem óskað er eftir að andvirði óskilafénaðar, sem lagt er inn á sveitarsjóð og enginn gerir tilkall til, verði ánafnað S.f. Kjós.

Afgreiðsla:  Samþykkt

 

8.      Erindi frá Skipulagsfulltrúa

Lagt fram erindi frá skipulagsfulltrúa fyrir hönd skipulagsnefndar þar sem óskað er eftir því að hreppsnefndin taki afstöðu til deiliskipulagstillögu í landi Þúfukots, en hún felur í sér að hin fyrirhugaða byggð  skilgreinist sem þéttbýli samkvæmt skipulagslögum.

 

Afgreiðsla: Framlögð tillaga fellur undir skilgreiningu á þéttbýli samkvæmt byggingar- og skipulagslögum. Í aðalskipulagi Kjósarhrepps er ekki gert ráð fyrir uppbyggingu á þéttbýlissvæðum í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn er einhuga um að framfylgja þeirri stefnu.

 

 

 

 

Fundi slitið kl: 13:40