Fara í efni

Sveitarstjórn

275. fundur 08. júní 2009 kl. 11:40 - 11:40 Eldri-fundur

Ár, 2009, þann 8. júní er sameiginlegur fundur  hreppsnefndar og skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

                kl. 20:00

 

Mæting af hálfu hreppsnefndar; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson, Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir.

Af hálfu Skipulags- og byggingarnefndar; Haraldur Magnússon, G.Oddur Víðisson, Kristján Finnsson og Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags– og byggingarfulltrúi.

 

 

 

1.             Tillaga að deiliskipulagi fyrir þéttri byggð í landi Þúfukots.

 

Fram kom á fundinum að eigandi Þúfukots hefur látið vinna tillögu að deiliskipulagi sem hefur verið frestað af skipulagsnefnd þar sem skipulagið m.a. fellur undir skilgreiningu þéttbýlis samkvæmt skipulagslögum.

Ekki er gert ráð fyrir þéttbýli í aðalskipulagi Kjósarhrepps.

 

Fundarmenn skiptust á sjónarmiðum varðandi svæði og þá skipulagsskilmála sem í gildi eru.

 

Er það samdóma álit fundarmanna að undir engum kringumstæðum komi til álita að heimila þéttbýli í hreppnum, enda í andstöðu við gildandi aðalskipulag.

 

2.                   Umræður um aðalskipulag

 

Fram kom á fundinum að nokkur þrýstingur er á að koma málum þannig fyrir að hægt verði að fá lögheimilisskráningu á skipulögðum frístundahúsasvæðum en þar er óheimilt samkvæmt lögum þó svo að fólk hafi þar fasta búsetu.

Til að svo geti orðið þarf að breyta aðal- og deiliskipulögum fyrir viðkomandi svæði.

 

Fundarmenn eru sammála um að nú þegar verði með skipulögðum hætti hugað að þeim atriðum sem betur mættu fara í aðalskipulaginu, þar sem óðum styttist í endurskoðun þess.

 

Fundarmenn undirrituðu-fundi slitið