Fara í efni

Sveitarstjórn

292. fundur 12. nóvember 2009 kl. 14:34 - 14:34 Eldri-fundur

 

 

Ár, 2009, 12. nóvember er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

                kl. 10:00

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,

Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir

 

 

1.       Fundagerðir nefnda.

           

A)     Skipulags-og bygginganefndar frá 27.10.2009

Afgreiðsla:  Byggingarnefndar hluti fundargerðarinnar samþykktur.

 

Eftirfarandi bókað varðandi skipulagshluta fundargerðarinnar:

Hreppsnefnd samþykkti deiliskipulagstillögu fyrir Raðahverfi í landi Háls með staðfestingu fundagerðar Skipulags- og byggingarnefndar frá 3. október 2007 á fundi sínum 4. október sama ár. Deiliskipulagið var auglýst í B-deild stjórnartíðinda en var afturkalla með nýrri auglýsingu vegna athugasemda Skipulagsstofnunar um að samþykki landeigenda þurfi að liggja fyrir vegna aðkomu að svæðinu. Hreppsnefnd barst bréf dags,26. nóvember frá landeiganda Neðri-Háls þar sem þess er krafist að t.t. lagfæringar verði gerðar á deiliskipulagstillögunni. Nú hefur verið lagður fram nýr uppdráttur ásamt greinargerð dags.30.09.2009 sem ætla má að jafni þann ágreining sem uppi var.

Varðandi athugasemd skipulagsnefndar um staðsetningu sorpgáma þá telur hreppsnefndin ekki ástæðu til að setja það inn í deiluskipulagið, enda er það samkomulagsatriði á hverjum tíma á milli jarðeigenda og hreppsyfirvalda hvort og hvar þeir séu staðsettir.

Varðandi athugasemd um rekstur vatnsveitu hefur greinargerðin verið uppfærð í samráði við hluteigandi og eftirfarandi bætt inn í textann: ”Rekstur vatnsveitu verði í höndum félags sumarhúsaeigenda svæðisins”.

Að framansögðu samþykkir Hreppsnefnd Kjósarhrepps deiliskipulagið að nýju með áorðnum lagfæringum dags. 30.09.2009 og birtir auglýsingu þess efnis í B-deild Stjórnartíðinda

 

 

B)      Umhverfis- og ferðamálanefndar frá 03.11.2009

Afgreiðsla:  Lögð fram. Afgreiðslu 3. töluliðar um verkefnið vistvernd í verki frestað.

 

2.       Fjárhagsstaða sveitarsjóðs

 

Lagt fram 10 mánaða rekstraryfirlit

 

3.       Fjárhagsáætlun fyrir sveitarsjóð 2010, fyrri umræða.

Eftirfarandi forsendur lagðar fram og samþykktar          

Útsvarsprósenta verði óbreytt 12.53%

Fasteignaálagning verði óbreytt frá fyrra ári:

A-stofn, 0.5% af fasteignamati. (íbúðar-og sumarhús, lóðir og lendur)

B-stofn, 1.32% af fasteignamati. (opinberar byggingar)

C-stofn, 0.5% af fasteignamati. (iðnaðar-verslunar- og þjónustuhús)

 

Eftirfarandi forsendum vísað til Menningar-fræðslu- og félagsmálanefndar

Akstursstyrkir framhaldsskólanema:

Heimgreiðslur til foreldra ungbarna:

Tómstundastyrkir Grunnskólanema:

 

Fjárhagsumræðu vísað til seinni umræðu.

 

4.       Erindi frá Veraldarvinum.

Óskað er eftir samstarfi við íbúa og sveitarfélagið.

Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið

5.       Önnur mál

 

a)      Atvinnumál

        b)   Heimsókn í Hvalfjarðarsveit