Fara í efni

Sveitarstjórn

293. fundur 16. nóvember 2009 kl. 17:37 - 17:37 Eldri-fundur

 

 

Ár, 2009, 16. nóvember er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

                kl. 15:00

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,

Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir

 

 

1.       Símamál.

           

Tilefni fundarins er slæmt ástand símamála í hluta sveitarinnar. Viðvarandi kvartanir hafa borist til hreppsnefndar um langt skeið vegna lakra símgæða, lítið heyrist og símtöl slitna. Farsímasamband er mjög gloppótt og ekkert víða um svæðið. Nánast ekkert farsímasamband er um Kjósarskarðsveg.

 

Af þessu tilefni og að Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins er væntanlegur til fundar við hreppsyfirvöld gerir hreppsnefnd eftirfarandi bókun:

 

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps krefst þess að símaþjónusta, sem er eitt aðal öryggistæki íbúanna í hreppnum verði komið í það horf að við verði unað. Ólíðandi er að hluti sveitarinnar búi við þau skilyrði að heimilislínur séu svo  lakar að gæðum að kaupendur þjónustunnar búi við það ástand að einfaldara sé að kalla á milli bæja en að freista þess að nota þjónustuna sem þó er greitt fyrir. Skorar því hreppsnefnd á hlutaðeigandi lagnafyrirtæki að þegar verði gerðar lagfæringar á línukerfinu.

Þá vill hreppsnefndin minna farsímafyrirtækin á að dreifikerfi farsímakerfisins er enn takmörkunum háð í sveitarfélaginu.

Þar sem báðir þessir annmarkar, bæði á fastlínu- og farsímakerfinu eru til staðar, skapar það öryggisleysi hjá íbúum hreppsins og fara þeir á mis við sjálfsagða og lögbundna þjónustu.

 

Fundi slitið