Fara í efni

Sveitarstjórn

301. fundur 04. febrúar 2010 kl. 12:55 - 12:55 Eldri-fundur

 

Ár 2010  4. febrúar  er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

kl. 10:00

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,

Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir

 

 

1.       Fundagerðir nefnda.           

a.       Skipulags- og byggingarnefndar frá 3. Febrúar 2010

Afgreiðsla:    Lögð fram og samþykkt

 

b.      Umhverfis- og ferðamálanefndar frá 26. Janúar 2010

Afgreiðsla:   Lögð fram. Samþykkt að halda áfram með verkefnið áningarstaðir.

 

c.       Húseignanefnd Kjósarhrepps frá 29. Janúar 2010

Afgreiðsla:    Lögð fram

 

 

  1. Þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir sveitarsjóð,síðari umræða.

Afgreiðsla;   Lögð fram og samþykkt.

 

  1. Jafnréttisáætlun fyrir Kjósarhrepp

Oddvit greindi frá að  samkvæmt lögum ætti að vera jafnréttisnefnd í hverju sveitarfélagi sem hefði umsjón með gerð jafnréttisáætlana. Kallað væri eftir slíkri áætlun af hálfu Jafnréttisstofu. Þar sem engri nefnd í hreppnum væri falið hlutverk jafnréttisnefndar hefði komist á samkomulag á milli Kjósarhrepps og Jafnréttisstofu að hlutverk jafnréttisnefndar væri fundinn staður í erindisbréfi  einhverjar fastanefndar í hreppnum að afloknum sveitarstjórnarkosningum í maí.

Afgreiðsla:   Staðfest

 

 

4.       Önnur mál

Fleira ekki gert-fundi slitið