Fara í efni

Sveitarstjórn

310. fundur 08. apríl 2010 kl. 16:23 - 16:23 Eldri-fundur

 

 

 

 

 

Ár 2010,  8. apríl  er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

kl. 10:00

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,

Hermann Ingólfsson og Guðný G. Ívarsdóttir

 

 

1.       Fundagerðir nefnda.           

 

a.       Skipulags- og byggingarnefndar frá 15. mars 2010

Afgreiðsla: Málefni Byggingarnefndar:Liður 1 er samþykktur. Liður 2, erindi Haralds Ingvarssonar um leyfi til að hækka hús um 70 cm umfram heimild í deiliskipulagi er hafnað.

Málefni Skipulagsnefndar:Liður 1 er samþykktur. Liður 2, erindi Jónu Thors og Magnúsar Bergmanns um íbúðarhúsalóðir í landi Eyrar afgreiðist þannig: Hreppsnefnd tekur hvorki jákvætt né neikvætt í erindið þar sem til að hægt sé að taka afstöðu til þess þarf til breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps. Endurskoðun aðalskipulags er ekki á dagskrá fyrr en síðar á árinu.

 

b.       Samgöngu- og orkunefndar frá 15.mars 2010

Afgreiðsla:Lögð fram

 

c.        Umhverfis og ferðamálanefndar frá 23. mars 2010

Afgreiðsla: Lögð fram. Lið 5 vísað til nefndarinnar til úrvinnslu.

 

d.       Ritnefndar Kjósarhrepps frá 25. mars 2010

Afgreiðsla: Lögð fram

 

 

 

  1. Ársreikningur Kjósarhrepps 2009, fyrri umræða

Afgreiðsla;   Vísað til endurskoðunar og síðari umræðu.

 

  1. Harðbali, lóðamörk

Oddviti upplýsti að Landlínur ehf í Borgarnesi hefði verið fengið til að hnitsetja lóðamörk í Harðbalahverfi.

Slík útsetning hefur ekki verið gerð áður og komið hefur í ljós að þau lóðarmörk sem stuðst hefur verið við eru ekki að öllu leiti í samræmi við útsetningu Landlína ehf. Jafnframt að vegir sem liggja áttu á lóðamörkum gera það ekki. Lóðarhöfum hefur verið sent bréf þar sem óskað er eftir athugasemdum við útsetninguna ef einhverjar eru.

Afgreiðsla:   Lagt fram

 

 

 

4.       Eignir Kjósarhrepps hjá Mosfellsbæ og aukið samstarf

Oddviti greindi frá að viðbrögð hefði borist frá bæjaryfirvöldum vegna erindis hreppsnefndar sem samþykkt var á síðasta fundi. Mosfellsbær hefur óskað eftir gögnum sem vitnað er til í erindinu og fundur verður um málið 9. apríl

Afgreiðsla: Lagt fram

 

5.       Bókasafnið.

Grisjun safnsins er nú lokið. Óskar oddviti eftir samþykki hreppsnefndar um að hefja sölu bóka á þeim tíma og á því verði sem Menningarmálanefnd mun leggja til á fundi sínum síðar í dag.

Afgreiðsla:  Samþykkt

 

 

6.       Svæðið umhverfis Kjósarrétt-Möðruvallarrétt.

Borist hefur svar frá eigendum Möðruvalla 2 við fyrirspurn hreppsyfirvalda varðandi svæðið umhverfis Kjósarrétt. Í svarinu fellst að óskað er eftir tilboði og drögum að leigusamningi.

Afgreiðsla:  Oddvita falið að vinna málið áfram í samræmi við umræðu fundarins.

 

 

7.       Hlið á Svínadalsveg.

Lagt fram erindi frá fulltrúa í stjórn sumarhúsafélagsins í Norðurnesi þar sem óskað er eftir afstöðu til að setja hlið á veginn um Svínaskarð. Í erindinu kemur fram t.t. útfærsla sem takmarkar umferð en tryggir jafnframt lögmæta umferð.

Afgreiðsla:  Hreppsnefnd er mótfallin því að heimila lokun á fornri  þjóðleið.

 

 

8.       Önnur mál