Fara í efni

Sveitarstjórn

321. fundur 14. júní 2010 kl. 23:28 - 23:28 Eldri-fundur

Ár 2010,  14. júní er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

kl. 20:00

 

Nýkjörin hreppsnefnd kom saman til fyrsta fundar. Eftirtaldir einstaklingar eru mættir og eru kjörnir aðalmenn í hreppsnefnd Kjósarhrepps.

 

Guðmundur Davíðsson og Guðný G. Ívarsdóttir fyrir K-lista, Kröftuga Kjósverja, Sigurbjörn Hjaltason og Rebekka Kristjánsdóttir fyrir Z-lista, Framfaralistans, og Þórarinn Jónsson fyrir Á-lista.

 

Sigurbjörn setti fund og bauð fundarmenn velkomna og stýrði kjöri oddvita

 

 

1.       Kjör oddvita. 

Fulltrúar Z-lista, Framfaralistans, leggja fram eftirfarandi bókun:

 

Fulltrúar Framfaralistans munu greiða því atkvæði  að Guðmundur Davíðsson verði hreppsnefndaroddviti, Rebekka Kristjánsdóttir varaoddviti og Guðný G. Ívarsdóttir ritari. Jafnframt mun listinn veita því brautargengi að Guðný verði ráðin framkvæmdastjóri hreppsins.

 

Ráðstöfun þessi er gerð á grundvelli fyrri samræðna og þess yfirlýsta vilja hreppsnefndarmanna K-lista að áhersluatriði Framfaralistans fái  framgang.

Ber þar fyrst að nefna samþykkt um stjórn og fundasköp hreppsins, námskeiðs fyrir nefndarfólk bætta starfshætti  við vinnslu bókhalds; í samræmi við athugasemdir endurskoðenda hreppsins, auk annarra áhersluatriða er víkja að velferð íbúa hreppsins. Sérstaklega er ófrávíkjanlegt áhersluatriði að skrifstofan verði sjálfbær við færslu bókhalds og gerð þriggja mánaða milliuppgjöra.

Þá er það áskilið, að hér eftir sem á síðasta kjörtímabili, sýni forystusveit hreppsins skýr merki um forystu og frumkvæði í málefnum er varða íbúa hreppsins atvinnu þeirra og velferð.

 

Fulltrúi Á-listans vill leggja fram eftirfarandi bókun:

 

Sé það svo að til standi að ráða framkvæmdastjóra fyrir Kjósarhrepp ber að fagna því þar sem það           var  á stefnuskrá Á-listans, en Á-listinn hefði viljað fara þá leið að auglýsa stöðuna. Þá sér Á-listinn ekki      ástæðu til að hafa fleiri starfsmenn á skrifstofu en framkvæmdastjóra, í ekki stærra sveitarfélagi en  Kjósarhreppi.

 

Þá er gengið til kosninga.

 

Guðmundur Davíðsson hlýtur 4 atkvæði og 1 situr hjá og er því rétt kjörinn oddviti og tekur við stjórn fundarins.

 

Kjör varaoddvita: Rebekka Kristjánsdóttir, samþykkt samhljóða

Kjör ritara: Guðný G. Ívarsdóttir, samþykkt samhljóða

 

 

 

       

2.       Nefndir á vegum hreppsins.

Hreppsnefnd er sammála umeftirfarandi:

Að tilnefna í nefndir óhlutbundið og að varamenn taki sæti í þeirri röð sem  þeir eru skráðir.

Að tilnefning fari fram á næsta fundi hreppsnefndar að undanskyldri kjörnefnd og starfskjaranefnd.

Að nefndir verði þriggja manna og leitast við að hafa kynjahlutföll sem jöfnust.

Að tilnefnt verði í eftirtaldar nefndir og störf:

 

Starfskjaranefnd

Skoðunarmenn

Skipulagsnefnd og byggingarnefnd

Félags- og jafnréttisnefnd

Fræðslu-og menningarmálanefnd

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd

Atvinnu- og ferðamálanefnd

Hitaveitunefnd

Samgöngu-og fjarskiptanefnd

Rit-og útgáfunefnd

Húsnefnd Félagsgarðs

Fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fulltrúi í heilbrigðisnefnd 1

Fulltrúar í Almannavarnarnefnd 2

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2

Vöktunarnefnd Grundartanga 1

Fulltrúi í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Fulltrúaráð SSH

 

 

3.       Kjör í kjörstjórn Kjósarhrepps

Kjörstjórn er kjörstjórn vegna allra almennra kosninga.

Eftirtaldir eru kjörnir: Gunnar Kristjánsson, Unnur Sigfúsdóttir, Ólafur Helgi Ólafsson og til vara: Birna Einarsdóttir, Kristján Finnsson og Stella Marie Burgess Pétursson.

   

4.       Kjör í starfskjaranefnd Kjósarhreppsog er samkomulag um að það sé fyrstu varamenn í hreppsnefnd, hvers framboðslista.

 

Eftirtaldir eru skipaðir: Karl Magnús Kristjánsson, Einar Guðbjörnsson og Pétur Blöndal.

 

5.       Vegamál í landi Þúfukots

Oddvita falið að vinna áfram að málinu á grunvelli samkomulags sem fyrir liggur um vegstæði og gerð deiliskipulags í landi Þúfukots.

 

6.       Önnur mál

 

Fundi slitið, kl. 22:30.