Fara í efni

Sveitarstjórn

333. fundur 03. september 2010 kl. 09:03 - 09:03 Eldri-fundur

Ár 2010, 2. september  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru mættir: Guðmundur Davíðsson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson

1.      Fundargerðir nefnda

a.Starfskjaranefnd, niðurstöður af fundi með þeim kynntar

Bókun Framfaralistans:  Framfaralistinn leit svo á að hlutverk starfskjaranefndar væri að ákvarða laun kjörinna fulltrúa í nefndum hreppsins og gera tillögu að heildarlaunagreiðslum fyrir þau störf sem unnin eru við stjórnsýslu og skrifstofuhald Kjósarhrepps. Nú liggur fyrir að fulltrúar K-lista eru ekki sáttir við þann hluta tillagna nefndarinnar sem gera ráð fyrir lækkun en vilja samþykkja hækkanirnar. Verði farið að tillögum K-lista er farið fram úr þeim kostnaði sem nefndin taldi raunhæfan og jafnframt hærri en á undanförnum árum.

Fulltrúar Framfaralistans telja rétt að  halda sig við heildarniðurstöðu starfskjaranefndar að teknu tilliti til leiðréttinga á starfshlutfalli fulltrúa. Ekki er gerð  athugasemd við innbyrðis skiptingu útgjaldanna og lagt er til framkvæmdarstjóra og oddvita verði veitt sjálfdæmi í úrlausn málsins s.s. drög að samþykktum hreppsins gera ráð fyrir.

 

Bókun K-lista: K-listinn telur ekki að hann sé að auka kostnað  við skrifstofu og framkvæmdastjórn hreppsins heldur að hagræða kostnaði

Afgreiðsla:Framkvæmdastjóra og oddvita falið ganga frá málinu

 

b.Fræðslu- og menningarmálanefnd frá 24. ágúst.                                                                                                 Afgreiðsla: Samþykkt

 

c. Félags- og jafnréttisnefnd frá 1.september.

Afgreiðsla: Liður 2. Fræðslu- og menningarmálanefnd  falið að endurskoða reglur um frístundastyrki með það að markmiði að þeir nái til barna á  leikskólaaldri. Öðru leiti samþykkt

 

d. Umhverfis, náttúru- og landbúnaðarnefnd frá 18. ágúst. 

Afgreiðsla:  Lögð fram        

 

e. Samgöngu- og fjarskiptanefnd frá 12. júlí

Afgreiðsla: Samþykkt

 

2.      Erindisbréf nefnda

Félags- og jafnréttisnefnd, Fræðslu- og menningarmálanefnd, Atvinnu- og ferðamálanefnd, Umhverfis, náttúru- og landbúnaðarnefnd

Afgreiðsla: Samþykkt og erindisbréfin verða send formönnum tiltekinna nefnda

3.      Seinni umræða um stjórn og fundarsköp fyrir Kjósarhrepp

Afgreiðsla: Samþykkt

 

4.      Harðbalamálið, drög að lausn

Lagt fram bréf frá Sigurði Guðmundssyni lögmanni um lausn málsins

Afgreiðsla: Sigurði falið að halda málinu áfram í samræmi við efni bréfsins

 

5.      Aðalskipulag Kjósarhrepps

Lögð  fram fundargerð frá 25. ágúst með Sigurbjörgu Ó Áskelsdóttur frá Landlínum um hugsanlega endurskoðun á aðalskipulagi Kjósarhrepps                                   

Afgreiðsla: Ákveðið að fara í endurskoðun á aðalskipulagi

6.      Önnur mál