Fara í efni

Sveitarstjórn

344. fundur 02. nóvember 2010 kl. 14:14 - 14:14 Eldri-fundur

Ár 2010, 27. október er fundur hreppsnefndar með þingmönnum kjördæmisins í Ásgarði kl. 15:00                                

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru mættir: Guðmundur Davíðsson, Sigurbjörn Hjaltason,  Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson

Þingmenn sem eru mættir: Bjarni Benediktsson, Þorgerður Gunnarsdóttir, Árni Páll Árnason, Jón Gunnarsson, Siv Friðleifsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Lúðvík Geirsson og Ólafur Gunnarsson

 

Hreppsnefnd átti góðan fund með þingmönnum og lagði hún  mikla áherslu á að klára þyrfti endurbætur á Kjósarskarðsvegi og leggja á hann bundið slitlag, ásamt almennum endurbótum á vegum  innan sveitar. Einnig lögðu hreppsnefndarmenn áherslu á að endurbyggja þyrfti einbreiðu brúna yfir Laxá í Kjós sem er orðin mjög léleg.  Síðast en ekki síst þá voru þingmenn minntir á að fjarskiptamál í Kjós séu algerum ólestri.          

 

Þingmenn voru mjög ánægðir með heimsóknina og lýstu sérstaklega ánægju sinni með stöðu Kjósarhrepps, Þar sem ekki eru til staðar þau fjárhagslegu vandamál sem víða er hjá öðrum sveitarfélögum.   Sameiningarmál bar á góma og  varð einum þingmanni á orði að skynsamlegast væri og sameina Kjós, Kjalarnes og Mosfellsbæ.

Fundi slitið kl 16:40 GGÍ