Fara í efni

Sveitarstjórn

365. fundur 13. apríl 2011 kl. 13:13 - 13:13 Eldri-fundur

Árið 2011, 7. apríl  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 17:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru mættir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.

1.      Fundargerðir nefnda.

a.      Skipulags og bygginganefnd frá 21. mars

Bygginganefnd.                                                                                                                        Jón Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi  kom á fundinn og gerði grein fyrir þeim málum sem skipulags- og bygginganefnd fjallaði um á síðasta fundi

 

Afgreiðsla hreppsnefndar á byggingarnefndarhluta fundargerðarinnar.  Engar athugasemdar voru gerðar við lið 1.1 og lið 1.2 

Varðandi lið 1.3  þá var honum frestað.

 

Skipulagsnefnd

Liður 1.1 Landlínur fyrir hönd lóðaeigenda, Hrings, Dalsbakka og Vatnsbakka í landi Flekkudals óska eftir breytingu á aðalskipulagi. Sótt er um að breyta  2,5 ha skika úr landbúnaðarnotkun í frístundalóðir. Fyrirhugað er að deiliskipuleggja frístundabyggð á skikanum

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykktir þessa breytingu á Aðalskipulagi og verði meðhöndluð sem óveruleg breyting

 

Liður 1.2 Þar leggur skipulagsnefnd til að vegna formgalla á auglýsingu deiliskipulags í landi Skorhaga árið 2004 verði það ferli aftur sett af stað.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að deiliskipulagið fari aftur í auglýsingaferli

 

Liður 1.3 Þar sækja Jóna Thors og Magnús B Magnússon eftir heimild til að hefja vinnu vegna umsókna um breytingu á aðalskipulagi vegna lóða sinna Miðbúð 5,6 og 7. Afgreiðsla: Frestað

 

b.      Atvinnu- og ferðamálanefnd frá 30.mars

Afgreiðsla:  Lögð fram

c.        Orkunefnd frá 24. febrúar

Afgreiðsla: Fundargerð samþykkt. Hreppsnefnd samþykkir að taka tilboði Ræktunarsambands Flóa-og Skeiða ehf um borun á virkjunarholu í landi Möðruvalla upp á kr.18.659.000.-

 

d.      Félags-og jafnréttisnefnd frá 23. febrúar

Afgreiðsla: Lögð fram

 

2.      Kjörskrárstofn Kjósarhrepps

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir framlagða kjörskrá

 

3.      Þjónustuskiltin við Hvalfjörð

Afgreiðsla: Samþykkt er að taka þátt í kostnaði við gerð og uppsetningu á skiltunum.

 

4.      Önnur mál

 

a.      Lögð fram drög að ársreikningi Kjósarhrepps fyrir árið 2010

b.      Endurnýjun á sófum í Félagsgarði. Tilboð hefur borist frá GÁ húsgögnum um smíði á sófum niðri við barinn í Félagsgarði. 

Afgreiðsla: Sveitarstjórn heimilaði að taka tilboði þeirra.

c.       Lagt var fram bréf eða álit lögmanns Sambandsins Íslenskra sveitarfélaga á stöðu nefndarmanns innan nefndar ef hann flytur lögheimili sitt úr sveitarfélaginu.

d.      Beiðni kom frá Snorra Hilmarssyni í Sogni um framkvæmdaleyfi til að ýta göngustíg fyrir nautgripi í hlíðinni fyrir ofan Sogn. 

Afgreiðsla: samþykkt

e.      Beiðni kom frá eigendum Laxárnes um að tengja Laxárnes við vatnslögninni að Félagsgarði. Málið lagt fram til kynningar.

f.        Erindi lagt fram frá sumarhúsaeigendum í Norðurnesi um að vegurinn að sumarhúsahverfinu verði gerður að héraðsvegi. 

Afgreiðsla: Ákveðið að leita álits sérfræðinga Vegagerðarinnar vegna málsins

g.      Tilboð kom frá Spóni ehf um endurgerð á Möðruvallarétt.  Hreppsnefnd hvetur til að félag velunnara Möðruvallaréttar stofni með sér félag og komi málinu af stað

h.Lögð fram drög að verklagsreglum fyrir hreppsnefnd ef óskir koma upp um að breyta  frístundalóð í íbúðarhúsalóð í skipulögðu frístundasvæði