Fara í efni

Sveitarstjórn

375. fundur 18. júlí 2011 kl. 10:57 - 10:57 Eldri-fundur

 Kjósarhreppur

Árið 2011,  7. júlí  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru mættir: Guðmundur Davíðssson, Eva Mjöll Þorfinnsdóttir, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.

Dagskrá:

1.       Kosning oddvita og varaoddvita

Afgreiðsla: Guðmundur Davíðsson oddviti  og Rebekka Kristjánsdótir varaoddviti, endurkosin með öllum greiddum atkvæðum

2.       Fundargerðir nefnda

a.       Umhverfis, náttúru- og landbúnaðarnefnd frá 25. maí

Afgreiðsla: Lögð fram

b.      Skipulags- og bygginganefnd frá  6. júní

Bygginganefnd

Afgreiðsla hreppsnefndar á bygginganefndarhluta fundargerðarinnar: Engar athugasemdir gerðir

 Skipulagsnefnd

1.1.     Tekin var fyrir deiliskipulagstillaga í landi Flekkudals.

Deiliskipulagssvæðið er ca. 2,5 ha að stærð og gert er ráð fyrir tveimur frístundalóðum. Lóðirnar bera nöfnin Vatnsbakki og Dalsbakki. Fyrirhugað er að byggja eitt frístundahús auk geymsluhúss á hvorri lóð.Breyting á aðalskipulagi var afgreidd í skipulagsnefnd 21 mars 2011.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna

1.2  Tekin var fyrir umsókn um breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps. Breyting þessi varðar svæði fyrir frístundabyggðí landi Eyrar. Svæðið hefur tilvísunarnúmer F23 er stefnt að því að lóðirnar nr. 5 og 7 við Miðbúð verði í stað frístundalóða skilgreindar sem íbúðarhúsalóðir.

Afgreiðsla: Samþykkt tillaga að aðalskipulagsbreytingu

1.3 Sigurður I Sigurgeirsson og Lóa S Hjaltested, eigendur spildunnar sem kölluð er Flekkudalur 1 sækja um að staðsetning byggingareits verði með þeim hætti sem kemur fram á lóðarblaði.           

Afgreiðsla: Lagt fram

 

c.       Atvinnumálanefnd frá 21. Júní

Afgreiðsla: Lögð fram

 

d.      Skipulags- og bygginganefnd frá 4. Júlí

Bygginganefnd

Afgreiðsla hreppsnefndar á bygginganefndarhluta fundargerðarinnar: Hreppsnefnd samþykkir þann hluta

Skipulagsnefnd

1.1   Lagt var fram erindi frá Jóhannesi Guðmundssyni  vegna Dælisárvegar 16.

Leitað er eftir umsögn Bygginga og skipulagsnefndar hvort mögulegt sé að breyta landnotkun úr frístundalóð í íbúðarhúsalóð og hvort skipulagsbreytingin falli undir þær verklagsreglur sem samþykktar voru í hreppsnefnd þ. 12.05 2011

Afgreiðsla: Hreppsnefnd mælir ekki með þessari breytingu

1.2Sigurður I Sigurgeirsson og Lóa S Hjaltested, eigendur spildunnar sem kölluð er Flekkudalur 1 sækja um að staðsetning byggingareits verði með þeim hætti sem kemur fram á uppdrætti. Ennfremur er sótt um veitt verði leyfi til að hefja framkvæmdir við jarðvinnu á lóðinni.     

Afgreiðsla: Lagt fram    

1.3   Sigurbjörn Hjaltason kt. 100658-5429 sækir um framkvæmdarleyfi  vegna lagfæringa á veiðistöðum í Kiðafellsá. Um er að ræða að grafið sé uppúr hyljum og eftir atvikum hagrætt grjóti eða nýtt flutt að. Með umsókninni fylgja umsagnir Fiskistofu og Veiðimálastofnunar.

Afgreiðsla:Hreppsnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfið sé veitt

1.4 Lögð var fram lýsing á tillögu um  breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps sbr. 30 gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér tvær breytingar í greinargerð aðalskipulagsins er varða stefnumörkun íbúðarsvæðis og þéttbýlis.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að lýsingin sé send til umsagnar Skipulagsstofnunar

1.5  Lögð var fram lýsing á tillögu um  breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps sbr. 30 gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að lóðirnar nr. 5 og 7 við Miðbúð  úr landi Eyrar verði í stað frístundalóða skilgreindar sem íbúðarhúsalóðir.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að lýsingin sé send til umsagnar Skipulagsstofnunar

1.6 Lögð var fram lýsing á tillögu um  breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps sbr. 30 gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að fyrirhugað er að breyta landnotkun 3,1 ha.landbúnaðarsvæðis í frístundabyggð og 0,5 ha í íbúðarlóð.                                                                                                                      Þá er fyrirhugað að breyta skilgreiningu 724 m göngu- og reiðleiðar sem liggur frá bænum Flekkudal að fyrirhugaðri frístundabyggð og íbúðarlóð. Leiðin verður skilgreind sem einkavegur

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að lýsingin sé send til umsagnar Skipulagsstofnunar

3.       Kátt í Kjós

Afgreiðsla: Farið var yfir verkefnið en hreppurinn sér um hátíðina þetta árið

4.       Staða mála í hitaveituframkvæmdum

Guðmundur fór yfir stöðuna en hann, framkvæmdastjóri  og formaður orkunefndar fóru á fund iðnaðarráðherra í gær um  möguleika á lánsloforði vegna  framkvæmdanna  en Orkusjóður telur sig ekki getað veitt lán nema ráðuneytið komi líka að málinu með aukafjárveitingu

5.       Bréf til Umhverfisráðuneytisins um að ráuneytið beiti sér fyrir að svæði á náttúrumynjaskrá í Kjós verði minnkað

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkti að framkvæmdastjóri sendi bréf þess efnis.

6.       Beiðni framkvæmdastjóri um styrk vegna ferðar sveitarstjórnarmanna til Brussel 5.-9. júní                 Afgreiðsla:  Framkvæmdastjóri vék af fundi en var kallaður inn aftur til að færa rök fyrir        beiðninni.  Rökin eru þau að Samband íslenskra sveitarfélaga stóð  fyrir kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel í byrjun júní vegna þess aðþað er mikilvægt fyrir sveitarstjórnarmenn að öðlast þekkingu á stöðu sveitarfélaga gagnvart EES-samningnum og ESB-umsókn Íslands. Framkvæmdastjóri kynnti ferðina fyrir hreppsnefnd á fundi 12. maí sl. og að hún hefði áhuga á að fara og greiddi sjálf ferðina. Málið var mikið var rætt  og ákveðið að um  svona styrki þyrfti að sækja um fyrirfram.

Samþykkt með þrem, gegn einu atkvæði Þórarins styrkur,  kr 100.000,-

7.       Kynning á breytingum við Félagsgarð. Heiða Aðalsteinsdóttir var fengin til að hanna nýtt aðgengi við Félagsgarð og kom hún að kynna það. Hreppsnefndarmenn voru ánægðir með þessa nýju hönnun

 

8.       Önnur mál

a.       Veruleg hækkun leikskólagjalda hjá Reykjavíkurborg eða í kr. 133.000 á mánuði að lágmarki miðað við meðalvistunartíma. Fyrirspurn kom frá leikskólasviði hvort Kjósarhreppur tæki að sér innheimtu gjalda frá foreldrum eða Reykjavíkurborg gerði það áfram á þeim taxa sem þar væri í gildi.

Afgreiðsla: Ákveðið var að Kjósarhreppur tæki yfir innheimtu gjaldanna

b.      Bréf frá SSH, dagsett 28. Júní vegna breytinga á aðalskipulagi höfuðborgarsvæðisins

Afgreiðsla:Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir

c.       Beiðni kom frá Kjósarstofu um styrki til námsmanna /unglingavinnunnar kr. 10.000.- á mann  samtals: kr. 110.000.- vegna ljósmyndanámskeiðs 7. júlí.

Afgreiðsla: Engin hafði sótt um og því tók hreppsnefnd ekki ákvörðun um styrkveitingu

 

Fundi slitið kl. 16:35