Fara í efni

Sveitarstjórn

383. fundur 20. október 2011 kl. 16:52 - 16:52 Eldri-fundur

Árið 2011, 20. október  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru mættir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason,  Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.

 

Dagskrá:

1.       Fundargerðir nefnda

a.       Skipulags og bygginganefnd frá 12. september

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fundargerðina

b.      Skipulags- og bygginganefnd frá 18. október

Afgreiðsla: Varaðndi lið 8 þá vill hreppsnefnd aðra tillögu að útliti á viðbyggingunni  en að öðru leiti samþykkir hreppsnefnd fundargerðina

       

Varðandi liðinn Önnur mál þá samþykkir hreppsnefnd að senda lýsingu á tillögu að breytingu á “Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 til umsagnar hjá Skipulagsstofnunar

2.       SSH- samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu- framtíðarsýn

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar

3.       Ný sveitarstjórnarlög lögð fram til kynningar

 

4.       Hitaveitumál

               Oddviti sagði frá stöðunni í málinu og ákveðið að halda fund með orkunefnd í næstu viku um        framhald á málinu

5.       Fundir með þingmönnum kjördæmisins 25. október í Alþingishúsinu

Ákveðið var að hreppsnefnd færi og hitti þingmenn kjördæmisins

6.       Fundargerðir lagðar fram

a.       Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis frá 19. september

b.      Stjórnarfundur SSH frá 5. september

c.       Fundargerð starfshóps Sambandsins um endurskoðun viðmiðunarreglna vegna barna á leikskólum utan lögheimilissveitarfélaga.

 

7.       Önnur mál

a.       Bréf lagt fram frá Umhverfisráðuneytinu dagsett 26. september vegna undirbúnings að útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012-2023.

b.      Bréf frá Vegagerðinni í Borgarnesi dagsettu 15. september sem svar við bréfi Kjósarhrepps vegna óskar um að gera þrjá sumarhúsavegi að héraðsvegum. Vegagerðin hafnar beiðninni.

c.       Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagtsettu 5. September sem  ábendinu um að í 2.mgr. 11. gr æskulýðsfélaga nr. 70/2007 sé kveðið er á um að sveitarstjórnir skuli hlutast til um að stofnað sé Ungmennaráð.

d.      Bréf frá Sambandinu dagsettu 29. September um “Hvatningu vegna kvennafrídagsins 25. október”

e.      Bréf frá hreppsnefnd Kjósarhrepp til Fjárlaganefndar dagsett 14. október

f.        Kjósarhreppur ákveður að senda erini til Vegagerðarinnar um plan við gatnamót Hvalfjarðar- og Vesturlandsvegar

g.       Fasteignagjöld. Hreppsnefnd ákveður að láta lögmann sjá um að innheimta fasteignagjöld í vanskilum.

h.      Bréf kom frá Ólafi Engilbertssyni, Hermanni Ingólfssyni, Birnu Einarsdóttur, Páli Björgvinssyni, Karli Arthurssyni og Einari Tönsberg  um að hreppsnefnd semji við aðila innan sveitar um öryggisgæslu eða skipi starfshóp um öryggismál í sveitarfélaginu. Hreppsnefnd tók vel í málið og ákvað að fela oddvita málið.

Fundi slitið kl 16:00,  GGÍ