Fara í efni

Sveitarstjórn

385. fundur 03. nóvember 2011 kl. 16:34 - 16:34 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

Árið 2011, 3. nóvember  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.

 

Mál sem tekin eru fyrir:

1.       Fundargerðir nefnda

a.        Samgöngu og fjarskiptanefndar frá 20. september

Afgreiðsla: Fundargerðin lögð fram

b.       Orkunefndar frá  25. október

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fundargerðina og ákveður að ráðast í borun virkjunarholu á forendum tilboðs frá Ræktunarsambandi Flóa- og Skeiða ef breytingar  á tímamörkum samnings við landeigendur ná fram að ganga. Einnig þarf að liggja fyrir samþykki á lánsumsókn Kjósarhrepps frá Orkusjóði, en verði ekki árangur af borun er heimilt að fella  niður 60% af láninu.

 

2.       Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps fyrir árið 2012, fyrri umræða

Afgreiðsla: Fyrri umræða hefur farið fram á forsendum fjárhagsáætlunar. Álagning gjaldskrár óbreytt fyrir árið 2012. Vísað til seinni umræðu

3.       Þriggja áætlun lögð fram til kynningar

Afgreiðsla: Frestað.

4.       Íbúafundur um fjárhagsáætlunina  í nóvember

Afgreiðsla: Ákveðið að hafa íbúafund í lok nóvember.

5.       Bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 25. okt, 2011  um hvort Kjósarhreppur vilji eiga fulltrúa í samráðsvettvangi um Landsskipulagsstefnu 2012-2024.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd óskar eftir tilnefningu skipulagsnefndar

6.       Bréf frá Umhverfisstofnun dagsettu 19. október 2011 um ósk að Kjósarhreppur tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd eigi síðar en 1. desember 2011

Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að fá tilnefningu frá umhverfisnefndinni

7.       Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dagsettu 20. október 2011 um að ráðuneytið óski eftir athugasemdum vegna gerð frumvarps til breytinga á lögum no. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Drögin eru að finna á vef umhverfisráðuneytisins

Afgreiðsla: Lagt fram

8.       Aðalfundur SSH föstudaginn 4. nóvember, haldinn í Garðabæ kl 14.00

Afgreisðla: Lagt fram

9.       Álagningaskrá lögaðila 2011 til framlagninga dagana 27. okt til 10. nóv að báðum dögum meðtöldum

Afgreiðsla: Lögð fram

 

10.    Mál til kynningar

a.        Bréf frá Brunabót um samþykkt frá aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ

b.       Lagðar fram fundargerðir SSH no. 367, 368 og 369

c.        Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 24. október

d.       Bréf frá ICell um breytingar á eignarhaldi EMAX

e.       Samþykkt aðgerðaráætlun fyrir jafnréttisáætlun Kjósarhrepps 2010-2014

 

Fundi slitið kl

GGÍ