Fara í efni

Sveitarstjórn

391. fundur 14. desember 2011 kl. 14:16 - 14:16 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

Árið 2011, 8. desember  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00. Fundi frestað kl 17.00 og er honum framhaldið þriðjudagskvöldið 13.desember kl 20:20 í Ásgarði.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason,Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.

 

Mál sem tekin eru fyrir:

1.      Fundargerðir nefnda

a.       Skipulags- og bygginganefnd  frá 16. nóvember

Byggingarnefnd

Afgreiðsla: Samþykkt

Skipulagsnefnd

1.1.    Tekin var fyrir skipulagsnefnd deiliskipulagstillaga fyrir íbúðarhúsalóð í landi Möðruvalla.    Tillagan gerir ráð fyrir 2,09 ha. lóð fyrir íbúðarhús og frístundabúskap. Lóðin hefur fengið nafnið Hæðarskarð.

Afgreiðsla: Frestað

1.2.    Tekin var fyrir skipulagsnefnd deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í landi Möðruvalla. Skipulagssvæðið nefnist Möðruvellir 1,  Lækur. Tillagan gerir ráð fyrir sjö  ca. 0,7 ha. lóðum fyrir frístundahús.

        Afgreiðsla:Frestað

b.      Rit- og útgáfunefnd frá 28. október

 Afgreiðsla: Lögð fram

c.       Atvinnu- og ferðamálanefnd frá 23. nóvember

Afgreiðsla: Lögð fram

2.      Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps fyrir árið 2012, seinni umræða

Afgreiðsla: Fjárhagsáætlun samþykkt.Tekjur eru áætlaðar  kr. 98.960.000, gjöld kr. 87.149.000 og áætluð rekstrarniðurstaða að teknu tilliti til eignasjóðs er kr. 4.835.921

3.      Starfskjör nefndarmanna vegna ársins 2012

a. Fulltrúi í hreppsnefnd  25.000 pr. fund og akstur greiddur samkvæmt akstursdagbók.

c. Skoðunarmenn ársreikninga kr. 4.300 pr. klst. og akstur greiddur skv. akstursdagbók.

d. Kjörstjórn formaður kr. 4.300 pr. klst. Kjörstjórn og starfsmaður á kjörstað 3.500 pr. klst. og akstur samkvæmt akstursdagbók.  

 e. Nefndarlaun v. nefnda skipaðra af Kjósarhreppi kr. 10.000 pr. fund

Formennska í nefndum kr. 15.000 pr. fund og akstur skv. akstursdagbók.

 

4.      Þriggja ára áætlun lögð fram til samþykktar

Afgreiðsla: Samþykkt

5.      Tilnefning fulltrúa Kjósarhrepps í Vatnasvæðanefnd

Afgreiðsla: Ákveðið er að tilnefna Jón Gíslason í nefndina

6.      Tilnefning  tveggja fulltrúa Kjósarhrepps í fulltrúaráð SSH en fulltrúaráðið hefur það nú að markmiði að móta heildstæða eigendastefnu fyrir byggðasamlögin Strætó, Sorpu og SHS

Afgreiðsla: Ákveðið að tilnefna Rebekku Kristjánsdóttur og Þórarinn Jónsson í fulltrúaráð SS.

7.      Ólafur Engilbertsson kemur kl 15:00 og gerir grein fyrir starfsemi Kjósarstofu og kynnir greinagerð um verkefnið.                                                                                                              Ólafur kom inn á fundinn kl 15.20 og kynnti verkefni Kjósarstofu sl ár og framtíðarhugmyndir á næsta ári.

8.      Lögð fram ný lýsing á tillögu um breytingar á aðalskipulagi Kjósarhrepps vegna fyrirhugaðs ibúðarsvæðis í landi Eyrar, dagsett 30.11. 2011.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir hina nýju lýsingu.

9.      Beiðni um styrki

a.      Vegna Eldvarnarátaks 2011

b.      Frá Blátt áfram, forvarnarverkefni.

c.       Frá Samhjálp

d.      Frá Félagi íslenskra fíkniefnalögreglumanna

e.      Frá SÁÁ

f.        Vímulaus æska

g.      Stígamótum

Afgreiðsla: Ákveðið var að styrkja Mæðrastyrksnefnd um kr 100.000, Samhjálp um kr. 50.000, SÁÁ um kr 50.000, og Stígamót um kr. 50.000.

10.  Mál til kynningar

a.      Boðsbréf um skráningu frá “Kynningarátaki um erfðabreytar lífverur” um hvort Kjósin vildi skilgreina/skrá sig sem land án erfðabreyttra lífvera.

Vert er að benda á að hreppurinn hefur þegar skilgreint sig sem land án erfðabreyttra lífvera á aðalskipulagi Kjósarhrepps til ársins 2017

b.      Lagðar fram fundargerðir SSH no. 370 og 371

c.       Lögð fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 28. Nóvember

d.      Fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis lögð fram

e.      Svarbréf frá Vegagerðinni varðandi ósk um bílaplan við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Vesturlandsvegar sunnan Hvalfjarðar

f.        Lögð fram ályktun starfshópsins um öryggismál í Kjósarhreppi.

 

Fundi sliti kl 23.00 GGÍ