Fara í efni

Sveitarstjórn

400. fundur 08. mars 2012 kl. 15:34 - 15:34 Eldri-fundur

Árið 2012, 8. mars  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason,                  Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.

Mál sem tekin eru fyrir:

1.       Fundargerðir nefnda

a.       Atvinnu- og ferðamálanefnd frá 8. febrúar

Afgreiðsla: Varðandi lið 3 þá þarf að sækja um eða endurnýja starfsleyfi fyrir rekstri í Ásgarði áður en auglýst er eftir rekstraraðila.

b.      Atvinnu- og ferðamálanefnd frá 23. febrúar

Afgreiðsla: Lögð fram

c.       Rit- og útgáfunefnd frá 29. febrúar

Afgreiðsla: Framkvæmdastjóra falið að ráða starfsmann í atvinnuátaki til að flokka eldri skjöl hreppsins.

2.       Ályktun íbúafundar Í Kjósarhreppi frá 1. mars þess efnis að í tilefni af tíðum innbrotum og hræðilegu dýraníð hér í Kjós er lagt til að hreppsnefnd beini öryggismálum í könnunarfarveg eins og t.d. með því að skipa öryggisnefnd eða starfshóp um öryggismál í hreppnum

Afgreiðsla: Hreppsnefnd fagnar ályktun fundarins en telur ekki að svo komnu máli rétt að hreppurinn standi fyrir stofnun starfshóps en treystir frekar íbúum og fasteignaeigendur til að sjá um nágrannagæslu í sveitarfélaginu

3.       Staða fjarskiptamála í hreppnum

Afgreiðsla: Hreppsnefnd beinir því til Samgöngu- og fjarskiptanefndar að nefndin vinni með framkvæmdastjóra og  kanni til hlýtar, möguleika á að koma ljósleiðara í sveitarfélagið.

4.       Mál til kynningar

a.       Lagðar fram fundargerðir SSH no. 373 og 374

b.      Viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna leikskóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags

 

 

Fundi slitið kl 14.40  GGÍ