Fara í efni

Sveitarstjórn

405. fundur 03. maí 2012 kl. 16:56 - 16:56 Eldri-fundur

Árið 2012, 3. maí  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason,                  Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.

Mál sem tekin eru fyrir:

1.       Fundargerðir nefnda:

a.       Skipulags- og bygginganefnd frá  1. maí

Bygginganefnd

Afgreiðsla:Hreppsnefnda gerir ekki athugasemdir við fundargerðina

b.      Skipulagsnefnd

1.1. Lögð var fram lýsing á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 . Fyrirhugað er að breyta landnotkun í Aðalskipulagi Kjósarhrepps  í landi Flekkudals þ.e.a.s.landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð.

Um er að ræða tvö aðskilin svæði sunnan Meðalfellsvatns. Annars vegar 2,62 ha svæði sem fær tilvísunarnúmer F4b á sveitarfélagsuppdrætti og hins vegar 13,3 ha

Svæði sem fær tilvísunarnúmerið F4c.

Afgreiðsla: Guðný vék af fundi. Hreppsnefnd samþykkir lýsinguna og senda hana til umsagnar Skipulags-og Umhverfisstofnunnar.

 

2.       Bréf frá Reykjavíkurborg um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur ásamt umhverfismati.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að senda tillöguna til  umfjöllunar  Skipulags-og bygginganefndar Kjósarhrepps

 

3.       Kátt í Kjós. Kjósarstofa hefur sýnt áhuga á að sjá um hátíðina nú í sumar.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að semja við Kjósarstofu um að hún taki að sér verkefnið nú í sumar.

 

4.       Þúfukot, deiliskipulag og vegamál. Jón Guðmundsson byggingafulltrúi kom inn á fundinn og skýrði  málið.

Afgreiðsla:Samþykkt að vinna málið áfram miðað við umræður á fundinum

 

5.       Bréf frá Dóru Sigrúnu Gunnarsdóttur um að sveitarstjórn beiti sér fyrir að Vegagerðin endurnýji og viðhaldi veggirðingum í Hvalfirði

Afgreiðsla: Ákveðið  að oddviti hafi samband við Vegagerðina um málið

 

6.       Bréf frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins um að SHS stæði fyrir almennu námskeiði fyrir íbúa Kjósarhrepps um eldvarnir.

Afgreiðsla: Samþykkt að vinna í að halda námskeið í samvinnu við SHS.

 

7.       Drög að  siðareglur  kjörinna fulltrúa í Kjósarhreppi, önnur umræða

Afgreiðsla: Samþykkt

 

8.       Umræður um að settar verði  reglur um hundahald í Kjósarhreppi.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd er samþykk því að huga þurf að því  að setja reglur um skráningu, lausagöngu hreinsun hunda í sveitarfélaginu

 

9.       Fyrri umræða um ársreikning Kjósarhrepps fyrir árið 2011. Guðmundur Snorrason endurskoðandi hjá PWC mætir á fundinn og skýrir reikningana.

Afgreiðsla: Vísað til seinni umræðu

 

10.   Mál til kynningar

a.       Íbúaskrá Kjósarhrepps  1. des 2011 lögð fram

b.      Vinnumálastofnun hefur samþykkt  þrjú  störf  námsmanna til Kjósarhrepps

c.      Hitaveitumál. Gert var grein fyrir stöðu málsins

d.      Ferð með þrem þingmönnum um vegi sveitarfélagsins.

e.      Tilboð frá Hálstaki ehf í smíði rimlahliða.

 

Fundi slitið kl 16:15 GGÍ