Fara í efni

Sveitarstjórn

418. fundur 10. september 2012 kl. 11:43 - 11:43 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

Árið 2012, 6. september  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason,                  Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.

Mál sem tekin eru fyrir:

  1. Kristinn Hauksson frá EFLU kom  á fundinn og kynnti hugmyndir að hönnun ljósleiðara í Kjósarhrepp samhliða hitaveitu ef þar að kemur.

 

2.      Fundargerðir nefnda

a.      Orkunefnd frá 23. ágúst

Fundargerðin samþykkt

b.      Skipulags- og bygginganefnd frá 2. ágúst.

Vegna forfalla á fundi nefndarinnar 2. ágúst er fundargerð þess fundar tekin upp aftur til afgreiðslu

Bygginganefnd

Afgreiðsla: Fundargerðin  framlögð

Skipulagsnefnd

Liður 01. Drög að deiliskipulagi í landi Þúfukots þar sem gert er ráð fyrir 16 lóðum fyrir búgarða

Afgreiðsla: Framlögð

Liður 02. Breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 í landi Flekkudals

Afgreiðsla: Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt

Liður 03. Afgreiðsla á aðalskipulagsbreytingu í landi Eyrar

Afgreiðsla: Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt

Liður 04. Breyting á deiliskipulagi í landi Eyrar

Afgreiðsla: Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt

c.       Skipulags- og bygginganefnd frá 5. September

Bygginganefnd

Afgreiðsla: Fundargerðin framlögð

Skipulagsnefnd

Liður 01. Deiliskipulagstillaga að búgarðabyggð í landi Þúfukots

Afgreiðsla: Lagt fram

Liður 02. Breyting á deiliskipulagsmálum fyrir frístundabyggð í landi Möðruvalla, efra svæði.

Afgreiðsla: Afgreiðsal nefndarinnar samþykkt

Liður 03.Tillaga að verklagsreglum um afgreiðslu umsókna um fyrirhugaðar nýbyggingar á svæðum þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag.

Afgreiðsla: Lagt fram

Liður 04. Lagður fram afstöðuuppdráttur af tveim lóðum í land Blöndholts og Holts.

Afgreiðsla: Uppdrátturinn  lagður fram.

Liður 05. Breyting á fundartíma skipulags- og bygginganefndar.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd leggur til að fundir nefndarinnar séu haldnir að minnst tveim sólarhringum fyrir hreppsnefndarfund

Liður 06. Agreiðsla á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd tekur undir athugasemdir nefndarinnar

Liður 07.Fyrirspurn frá Sigurði Sigurgeirssyni um framlengingu á stöðuleyfi.

Afgreiðsla: Lagt fram

 

 

 

3.      Tillaga hreppsnefndar að  breytingum  á samþykktum fundarsköpum Kjósarhrepps

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að 49. gr. B. 4.  samþykkta um stjórn og fundarsköp fyrir Kjósarhrepp muni hljóðar svo:

Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara í skipulags- og bygginganefnd.  Skipulags- og bygginganefnd fer með skipulags- og byggingarmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010 og reglugerð nr. 400/1998 og nr. 1001/2011.  Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindsbréfi sem henni er sett.

 

4.      Tillaga að breytingu á greiðsluformi vegna minkaeyðingar í hreppnum

Afgreiðsla: Framkvæmdastjóra falið að skoða málið

5.      Bréf frá Höllu Lúthersdóttur, með ósk um áframhaldandi starf hjá hreppnum,en Halla hefur unnið við skráningu og skönnun á eldri skjölum hreppsins.

             Afgreiðsla: Starfsmenn Þjóðskjalasafns hafa komið og skoðað aðstæður og er það         niðurstaða hreppsnefndar að fresta frekari vinnu við skráningu og hefja undirbúning að vörslu skjalanna í húsnæði hreppsins í Ásgarði

6.      Bréf frá hestamannafélaginu Adam, inniheldur ósk um aðstöðu til keppnis á vellinum við Félagsgarð

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir viðræður við hestamannafélagið 

7.      Mál til kynningar

a.      Bréf frá Helga Guðbrandssyni um að hafa skilaréttir á mánudögum

Afreiðsla: Lagt fram, góð ábending

b.      Tilboð frá Emax um eflingu fjarskipa í hreppnum

Afgreiðsla: Samþykkt að ganga til samninga við Emax um styrkingu dreifikerfisins

 

Fundi slitið kl 16:29, GGÍ