Fara í efni

Sveitarstjórn

424. fundur 01. nóvember 2012 kl. 17:43 - 17:43 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

Árið 2012, 1. nóvember  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir, Rebekka Kristjánsdóttir og Þórarinn Jónsson.

Mál sem tekin eru fyrir:

1.      Fundargerðir nefnda

a.      Skipulags- og bygginganefnd frá 31. október.

Bygginganefnd

Afgreiðsla: Fundargerðin  framlögð                                                                            Skipulagsnefnd                                                                                                                              Liður 01.  Deiliskipulagstillaga að búgarðabyggð í landi Þúfukots . Skipulagsvæðið liggur sunnan við Hvalfjarðarveg nr. 47. og gerir tillagan ráð fyrir 16 lóðum fyrir búgarða. Hver lóð er samkvæmt skipulagsuppdrætti  u.þ.b. 10,000 m2. Skipulagssvæðið er merkt B3 á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005 – 2017 og er þar gert ráð fyrir lóðum fyrir frístundabúskap. Skipulagssvæðið er 26,0 ha. og er nýtingarhlutfall samkv. skipulagsskilmálum  1,6 ha./ búgarð. Tillagan gerir ráð fyrir  að byggingamagn á búgarðalóðum verði allt að 500 m2.

Deiliskipulagstillagan er dagsett 03.10.2012 og er unnin af Guðjóni Magnússyni arkitekt

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir ekki deiliskipulagstillöguna nema að deiliskipulagið tryggi fullkomna  vegtengingu frá Hvalfjarðarvegi  að Syllu, Lindarbrekku og Lyngholti

 

2.      Breyting á fjárhagsáætlun Kjósarhrepps fyrir árið 2012 og kynnt var á hreppsnefndarfundi 18. október.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2012. Helstu breytingar eru að hækka þarf hreinlætismál um kr. 5.000.000, félagsmál um kr. 1.500.000, sameiginlegan kosnað vegna tímabundins ráðningu starfsmanns kr. 1.740.000 og vegna lagfæringa og endurnýjun á Ásgarð kr.4.000.000.

Gert er ráð fyrir að þessum auknu útgjöldum verði mætt með auknum útsvartekjum   um kr. 10.000.000 ,vanáætluðum fasteignagjöldum kr. 5.500.000 og ofáætluðum kostnaði vegna skólamála kr. 3.500.000.                                                                                             Breytingarnar koma nánar fram í greinargerð með endurskoðun fjárhagsáætlunarinnar.

 

3.      Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Kjósarhrepps fyrir árið 2013

Afgreiðsla: : Fjárhagsáætlun samþykkt til seinni umræðu, en staðan er sú að hækka þarf verulega sorphirðu og seyrugjöld. Útsvarsprósentan verði óbreytt.

 

4.      Breytingartillaga að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, Holtsgöng send hreppsnefnd Kjósarhrepps til afgreiðslu.

Afgreiðsla: Málinu vísað til næsta fundar og hreppsnefnd óskar eftir að fá að sjá athugasemdirnar sem bárust.

5.      Lagt fram tilboð EFLU þar sem þeir bjóðast til að eigin frumkvæði að hanna hitaveitu og ljósleiðarakerfi fyrir Kjósarhrepp

Afgreiðsla: Lögð fram

6.      Erindi frá Kjósarstofu

Afgreiðsla:  Hreppsnefnd samþykkir að hitta stjórn Kjósarstofu til viðræðna um framhaldið.

7.      Önnur mál

a.      Jólamarkaðurinn verði í Félagsgarði 1. desember.

b.      Íbúafundur verði í Ásgarði 21. nóvember kl 20:00

c.       Hugmynd að bjóða fulltrúum  Álftanes heim 23. nóvember