Fara í efni

Sveitarstjórn

451. fundur 10. október 2013 kl. 16:32 - 16:32 Eldri-fundur

  Kjósarhreppur

Árið 2013, 10. október  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurbjörn Hjaltason(SH),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Rebekka Kristjánsdóttir(RK) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).

Mál sem tekin eru fyrir:

 

1.      Fundargerðir nefnda:

a.      Skipulags- og byggingarnefnd frá 2. október

 

Byggingarnefnd

Afgreiðsla: Fundargerð staðfest.

 

Skipulagsnefnd

01. Tekin var til afgreiðslu deiliskipulagstillaga fyrir búgarð og frístundalóðir.

Um er að ræða  2ja ha. lóð í landi Möðruvalla sem heitir Hæðarskarð.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir annars vegar lóð fyrir íbúðarhús, bílgeymslu og hesthús og hins vegar lóðum fyrir allt að 10 smáhýsi / gestahús og reiknað er með að hvert hús geti verið allt að 30 m2.

Höfundur skipulagstillögu er Arkó, Ásmundur Jóhannsson

Afgreiðsla: Frestað

 

02. Jón Bjarnason eigandi lóðarinnar Norðurnes 74 óskar eftir umsögn skipulagsnefndar varðandi breytingu á lóðarmörkum. Um er að ræða að umrædd lóð verði stækkuð um 57*8 m eða 456 m2.og aðkomu að lóðum nr. 73 og 74 verði breytt.

Málið lagt fram og vísað til Hreppsnefndar

Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákvað að oddviti og byggingafulltrúi skoði málið frekar.

 

03. Hreppsnefnd hefur óskað eftir umsögn skipulagsnefndar um útgáfu framkvæmdarleyfis vegna flutnings vegar á lóðarmörk milli lóðanna Harðbali 1 og Harðbali 2 eins og gert var ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi.

Vegurinn sem um ræðir liggur samkvæmt úrskurði dómskvadds matsmanns ekki á áðurnefndum lóðarmörkum.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi fyrir hönd Kjósarhrepps um færslu vegarins á lóðamörk Harðbala 1 og 2 að Flóðatanga,  samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

Framkvæmdastjóra falið að tilkynna lóðahöfum Harðbala 1 og 2 um framkvæmdina.

 

 

 

2.      Viðauki/breyting á fjárhagsáætlun 2013, fyrri umræða

Afgreiðsla: Vísað til seinni umræðu

 

3.      Ólafur Engilbertsson biður um framlag kr. 400.000.- frá Kjósarhreppi til að setja upp sögusýningu með kvikmyndasýningum í Ásgarði í Kjós um Loft Guðmundsson leikritaskáld.

Afgreiðsla: Samþykkt

 

4.      Aðventumarkaðurinn

Afgreiðsla:  Ákveðið að aðventumarkaðurinn verði 7. desember

 

 

5.      Landbúnaðarmál.

Afgreiðsla: Ákveðið að kalla nefndina saman og hún fari yfir þessi mál.

 

6.      Önnur mál

a.      Bréf barst frá hestamannafélaginu Adam þar sem stjórn þess óskar eftir viðræðum við hreppinn um að koma upp beitarhólfi fyrir graðtitti í landi Möðruvalla 1

Afgreiðsla: Hreppsnefnd tók vel í málið

 

7.      Mál til kynningar

a.      Fundur SSH frá 2. september

b.      Fasteignarmat 2014 og Brunabótamat 2013

c.       Fundur svæðisskipulagsnefndar frá 27. September

d.      Aðalfundur SSH í Reykjavík 25. október

 

Fundi slitið kl  15:30  GGÍ