Fara í efni

Sveitarstjórn

478. fundur 14. júní 2014 kl. 09:40 - 09:40 Eldri-fundur

   Kjósarhreppur

Árið 2014, 29. maí  er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 20:00.

Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigurbjörn Hjaltason(SH),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Karl Magnús Kristjánsson(KMK) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).

Mál sem tekin eru fyrir:

 

1.                  Fundargerð hreppsnefndar frá 15. maí til samþykktar

Afgreiðsla: Fundargerðin samþykkt

 

2.                  Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá 28. maí

Bygginganefnd

Afgreiðsla: Lagt fram

Skipulagsnefnd

01.Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur óskað eftir umsögn skipulagsnefndar um framkvæmdir Vegagerðarinnar við Miðdalsá / Kiðafellsá. Framkvæmdin gekk út á að að einbreið brú var fjarlægð og tvö 24 m, d =2,4 m löng ræsisrör sett í staðin og vegurinn yfir ánna gerður tvíbreiður. Ekki var sótt um framkvæmdarleyfi. Orkustofnun óskar nú eftir umsögn hreppsnefndar um umsókn vegagerðarinnar  til orkustofnunar dags. 16 maí 2014 um framkvæmdarleyfi

Afgreiðsla:  Hreppsnefnd samþykkir að mæla með veitingu framkvæmdaleyfis þar sem ekkert hefur komið fram sem mælir gegn því  á grundvelli úttektar Veiðimálastofnunar.     

 

02.H.Pétur Jónssonar Þúfukoti hefur lagt fram beiðni um breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps á reit merktum B3.

Reiturinn var við gerð aðalskipulags Kjósarhrepps skipulagður sem búgarðabyggð en verði í samráði við landeiganda breytt í frístundasvæði.

Afgreiðsla: Hreppnefnd vísar málinu til nýrrar hreppsnefdar.

 

03.Tekin var fyrir tillaga að deiliskipulagi að frístundabyggð svokölluðu Ennishverfi í landi Háls. Tillagan gerir ráð fyrir 42,5 ha. svæði undir 21 frístundahús og tvö þegar byggð íbúðarhús. Nú þegar eru 11 frístundalóðir byggðar.Tillagan var áður samþykkt í skipulags.-og hreppsnefnd 2005 en var ekki staðfest vegna vegtengingar. Samþykki Vegageraðarinnar og annara umsagnaraðila liggur nú fyrir. Hönnuður skipulagstillögunnar er Hjörtur Pálsson hjá Arkþing.

Afgreiðla:  Hreppsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna samkv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 Skipulagssvæðið er 42,5 ha að svæðis í landi Háls í Kjósarhreppi. Svæðið tekur yfir frístundabyggð sem nefnd er Ennishverfi og tvö íbúðarhús auk útihúsa á jörðinni. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillöguna.

 

04.Tekin var fyrir tillaga að breytingu / stækkun á deiliskipulagi í landi Hvamms og Hvammsvíkur dags. 31.05 1999. Deiliskipulagstillagan gerir ráð mikilli aukningu umsvifa á skipulagssvæðinu og byggir  á sex meginþáttum:

1.Listaverkagarður og listamannaaðstaða

2. Fjögurra til fimm stjörnu stjörnu hótel.

3. Frístundabyggð sem gerir ráð fyrir 55 lóðum fyrir frístundahús.

4. Golfvöllur verði stækkaður ú 9 holum í átján holu golfvöll .

5. Endurbygging á Landnámskirkju í Hvammsvík.

6. Aukin skógrækt bæði fyrir ofan og neðan veg.

 

Erindið lagt fram til kynningar.

 

 

3.                  Tillaga að um að hreppsnefnd samþykki kjörskrá eins og hún liggur fyrir

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir kjörskrána

 

1.      Önnur mál

 

Ályktun hreppsnefndar Kjósarhrepps.

Engir framboðslistar komu fram vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.  Kosningar verða því óbundnar þar sem allir kjörgengir íbúar í hreppnum eru í kjöri.

Hreppsnefnd harmar að við þessar aðstæður  skuli hafa verið sendur út leiðbeinandi listi, af óþekktum hópi án nokkura undirritaðara nafna, með nöfnum tiltekinna einstaklinga, án samþykkis þeirra, til setu í verðandi hreppsnefnd.  Hreppsnefnd  telur að um sé að ræða mjög óheppilegt framtak við þessar aðstæður og ekki síst að um nafnlaust dreifibréf er um að ræða.  Ýmsir liggja að ósekju undir grun um þennan verknað og skorar því hreppsnefnd á þann aðila sem ber ábyrgð á sendingunni að gefa sig fram þannig að aðrir séu hreinsaðir af grunsemdum sem ekki eiga við rök að styðjast.

 

Fundi slitið kl 21:20  GGÍ