Fara í efni

Sveitarstjórn

479. fundur 23. júní 2014 kl. 10:00 - 10:00 Eldri-fundur

 

Kjósarhreppur

Árið 2014, 20. júní   er fyrsti  fundur í nýrri  hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).

Mál sem tekin eru fyrir:

1.      Fundargerð kjörstjórnar Kjósarhrepps frá 31. maí 2014

Afgreiðsla:Fundargerðin lögð fram

 

2.      Kjör oddvita og varaoddvita Kjósarhrepps til næstu fjögurra ára

 

Þórarinn Jónsson leggur fram eftirfarandi bókun:

Fyrir liggur frá ólögmætum fundi, boðaðum af Guðmundi Davíðssyni, frá 12. júní að undirritaður hefur ekki stuðning hreppsnefndar, þrátt fyrir að hafa verið kosinn með flestum atkvæðum í  í kosningunum 30. maí sl. Ég hef orðið var við óánægju á meðal almennra kjósenda vegna þeirrar afstöðu hreppsnefndar og vilja hennar til að kjósa Guðmund Davíðsson til oddvita.

Ég gef ekki kost á mér til oddvita, en Það er því mín tillaga, sem leið til sátta og að sameina íbúa að baki hreppsnefndinni að Sigríður Klara Árnadóttir sem fékk næst flest atkvæði í kosningunum verði kjörinn oddviti Kjósarhrepps og viðhöfð verði leynileg kosning.

Afgreiðsla: Guðmundur Davíðsson kjörinn oddviti  með 3 atkvæðum

 Sigríður Klara Árnadóttir kjörin varaoddviti með 3 atkvæðum.

 

3.      Ráðning sveitarstjóra Kjósarhrepps

Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að ráða Guðnýju G Ívarsdóttur sem framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og Sigríði Klöru Árnadóttur sem framkvæmdastjóra veitunefndar. Nánari útfærsla á störfunum mun liggja fyrir á næsta fundi hreppsnefndar

 

4.      Fundarsköp Kjósarhrepps

Afgreiðsla:  samþykkt að fjölga fulltrúum í veitu og eignanefnd úr þremur í fimm og jafn marga til vara , að öðru leiti samþykktar breytingar á 40 gr . eins og hún lá fyrir og samþykkt á fundi hreppsnefndar þann 15. maí 2014.

 

5.      Skipan í nefndir og stjórnir samkvæmt fundarsköpum Kjósarhrepps

Afgreiðsla:Ákveðið að fresta þessum lið til næsta fundarhrepsnefndar

 

6.      Starfsmannahald á skrifstofu Kjósarhrepps

Afgreiðsla: Ákveðið var að auglýsa eftir starfsmanni í 50% starf. Aðalverkefnin eru færsla bókhalds , sjá um álagningu og innheimtu fasteignagjalda, launamál og símsvörun.

 

Hreppsnefnd ákvað að næsti fundur yrði á þriðjudagskvöldið 24 júní kl 20.00í Ásgarði.

Fundi slitið kl. 14:05. GGÍ