Fara í efni

Sveitarstjórn

484. fundur 03. júlí 2014 kl. 16:11 - 16:11 Eldri-fundur

 

Kjósarhreppur

Árið 2014, 3. júlí  kom  hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).

 

Mál sem tekin eru fyrir:

1.      Fundargerð nefnda

a.      Veitunefnd frá 26. júní                                                                                                 Afgreiðsla: Fundargerðin samþykkt

 

b.      Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd frá 30. júní                                                                                       Afgreiðsla: Varðandi lið 4 þá samþykkir hreppsnefnd kr. 400.000.- styrk til hátíðarinnar Kátt í Kjós. Fundargerð samþykkt að öðru leiti

 

c.       Skipulags- og byggingarnefnd frá 2. júlí

Afgreiðsla: Fundargerð samþykkt

 

2.      Bréf frá Hestamannafélaginu Adam um að fá land undir tittagirðingu í landi Möðruvalla1

Afgreiðsla: Hreppsnefnd hafnar beiðni hestamannafélagsins um þetta tiltekna land.

 

3.      Tilboð í ritun sögu UMF Drengs  sem verður 100 ára á næsta ári.

Afgreiðsla: Ákveðið var að afla frekari gagna fyrir næsta fund

 

 

4.      Laun hreppsnefndarmanna og nefndarlaun                                                                         Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að laun hreppsnefndarmanna verði 11% af þingfararkaupi og greiðist um hver mánaðarmót óháð fjölda hreppsnefndar-eða nefndarfunda. Laun oddvita verði 16% af þingfararkaupi. Greiðsla til nefndarformanna og nefndamanna verði óbreytt. Endurskoðast síðan með nýrri fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

 

5.      Drög að starfslýsingum framkvæmdastjóra lagðar fram til samþykktar.                            Afgreiðsla: Starfslýsingar samþykktar og endurskoðaðar eftir þrjá mánuði en gert er ráð fyrir störfum í 80% hlutföllum. Má skoða Hér  Hér

 

6.      Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir að fundartími hreppsnefndar verði fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Haldinn í Ásgarði kl 13:00                                        Afgreiðsla: Samþykkt

 

 

 

7.      Mál til kynningar

Fasteignamat 2015.

Frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 13. júní 2014.

Breyting á fasteignamati í Kjósarhreppi er 4,4 % milli ára á húseignum og

4,1 % á landmati en 7,7 % hækkun að meðaltali á húseignum á

Landsvísu og 7,0% af landmati.

Erindið framlagt

 

Fjármálastjórn sveitarfélaga.

Erindi frá innanríkisráðuneytinu (eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga) dagsett 12. júní 2014.

Erindið framlagt

 

 

Fundi slitið kl 15:30 GGÍ