Fara í efni

Sveitarstjórn

490. fundur 24. júlí 2014 kl. 18:15 - 18:15 Eldri-fundur

 

Kjósarhreppur

Árið 2014, 24. júlí  kom  hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).

Mál sem tekin eru fyrir:

1.      Fundargerð nefnda

a.      Veitunefnd frá 3. júlí                                                                                                 Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fundargerðina en áréttar að hafist verði handa sem fyrst um að sækja um einkaleyfið og stofna félagið.

b.      Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd frá 7. júlí                                                                                       Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram.

c.       Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd frá 9. júlí

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram

d.      Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd frá 16. júlí

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram                                                                                                                                                                        

e.      Skipulags- og byggingarnefnd frá 17. júlí

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fundargerðina.

f.        Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd frá 23. júlí                                                                                      

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram

 

2.      H. Pétur Jónsson Þúfukoti lagði fram beiðni um breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 28. maí 2014. Afgreiðsla hreppsnefndar Kjósarhrepps 29. maí sl.  var að vísa málinu til nýrrar hreppsnefndar.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja  þessa breytingu á aðalskipulaginu.

 

3.      Samningur um refaveiðar 2014-2016.

Afgreiðsla: Sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn fyrir hönd Kjósarhrepps

 

4.      Ráðningarsamningur sveitarstjóra og framkvæmdastjóra                                                                         Afgreiðsla: Guðný og Sigríður véku af fundi. Guðný G. Ívarsdóttir ráðin sem sveitarstjóri Kjósarhrepps í 80 % starf og Sigríður Klara Árnadóttir ráðin sem framkvæmdastjóri veitunefndar Kjósarhrepps í 72 % starf , starfshlutfall endurskoðað að þremur mánuðum liðnum. Oddvita falið að ganga frá ráðningarsamningum við þær.

 

5.      Ráðning bókara og/eða starfsmanns á skrifstofu.                                                   Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að ekki verði ráðið í starfið vegna áformaðra skipulagsbreytinga.

 

6.      Umsjónarmaður í Félagsgarð. Ráðningarsamningur við Sunnívu Snorradóttur rann út 31. maí sl. Erindi lagt fram frá Sunnívu um áframhaldandi ráðningu ásamt starflýsingu og kjörum.                                                                                                                                Afgreiðsla: Erindinu er hafnað en hreppsnefnd skoðar að leita eftir rekstaraðila fyrir húsið.

 

 

7.      Innkaupareglur Kjósarhrepps-drög-fyrri umræða

Afgreiðsla: Vísað til seinni umræðu

 

8.      Erindisbréf starfsnefnda Kjósarhrepps- drög- fyrri umræða

Afgreiðsla: Vísað til seinni umræðu

 

9.      Nokkrar umsóknir hafa borist um félagsþjónustu í Kjósarhreppi.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að ganga frá málefnum félagsþjónustu Kjósarhrepps í samráði við afgreiðsu Félagsþjónustu Mosfellsbæjar

 

10.  Tillaga frá Þórarni Jónssyni lagt fram á hreppsnefndarfundi 24.7.2014.

Endurskoðunarvinna fyrir Kjósarhrepp.

Þórarinn leggur fram svohljóðandi tillögu til afgreiðslu í hreppsnefnd:

Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir að segja upp endurskoðunarþjónustu PWC fyrir Kjósarhrepp. Jafnframt samþykkir hreppsnefnd að leita eftir tilboðum í endurskoðunarþjónustu hjá nokkrum endurskoðunarfyrirtækjum. Sveitarstjóra verði falið að undirbúa málið.

Greinargerð með tillögunni:

Til að halda áfram þeirri stefnu sem meirihlutinn markaði í upphafi kjörtímabils, þeirri stefnu að slíta tengsl þeirra sem hafa með fjármuni hreppsins að gera og þeirra sem eru þeim skyldir. Mikilvægt er að tryggja algert hlutleysi þess fyrirtækis sem endurskoðar reikninga Kjósarhrepps og veitir hreppnum hvers konar ráðgjöf. Ekki er hafið yfir gagnrýni að stjórnarmaður og einn af eigendum PWC og oddviti Kjósarhrepps eru systrasynir.

Afgreiðsla: Erindið lagt fram

 

11.  Mál til kynningar

a.      Álagningaskrá opinberra gjalda einstaklinga árið 2014

b.      Staðfesting Innanríkisráðuneytisins á breytingum á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Kjósarhrepps nr. 781/2013

  Fundi slitið kl 18:00 GGí