Fara í efni

Sveitarstjórn

502. fundur 09. nóvember 2014 kl. 17:55 - 17:55 Eldri-fundur

 

Kjósarhreppur

Árið 2014, 6. nóvember  kom  hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Karl M Kristjánsson(KMK).

 

Mál sem tekin voru fyrir:

1.      Gunnar Óskarsson sagnaritari kom á fundinn og kynnti verk sitt um sögu Kjósarhrepps en samningur var gerður við Gunnar árið 2010 um ritun  hennar. Formaður ritnefndar sr. Gunnar Kristjánsson kom einnig á fundinn. Farið var yfir hugsanlegt form og uppsetningu á bókinni. Tímamörk voru sett á skil handritsins, 5. maí 2015

 

2.      Fundargerð síðasta fundar hreppsnefndar frá 28. október

Afgreiðsla: Fundargerðin var samþykkt

 

3.      Fundargerðir nefnda

a.      Skipulags- og byggingarnefnd frá 4. nóvember

Byggingarnefnd:

Afgreiðsla: Lögð fram

 

Skipulagsnefnd:

01.Tekin var til umsagnar öðru sinni að ósk hreppsnefndar Kjósarhrepps athugasemdir sem sem bárust skipulagsnefnd vegna breytingar á deiliskipulagi við Stapagljúfur.                                                                                                                   Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar

 

02.Lögð var fram tillaga að svarbréfi við athugasemdum  sem bárust vegna deiliskipulagstillögu á svokölluðu Ennishverfi í landi Háls. Deiliskipulagstillagan var samþykkt í hreppsnefnd 29 maí 2014

Tillögurnar voru  auglýstar frá  11. ágúst 2014  til 22. september  2014 og barst ein athugasemd.

Afgreiðsla. Hreppsnefnd staðfestir svar skipulagsfulltrúa

 

03.  Landeigandi Hvammsvíkur og Hvamms óskar eftir að sveitarfélagið taki til skipulagslegrar umfjöllunar breytingu á deiliskipulagi jarðanna í samræmi við meðfylgjandi deiliskipulagsuppdrátt, greinargerð og áðursent kynningarbréf..

Tekin var fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvamms og  Hvammsvíkur

Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið og hreppsnefnd  ákveður að haldinn verði fundur með skipulagsnefnd og landeigenda um þessi stóru áform.

04.Tekin var fyrir aðalskipulagsbreyting á  Þúfukoti. Breytingin varðar breytta landnotkun og felur í sér að 26,4 ha svæði sem hafði tilvísunarnúmerið B3 og var samkvæmt aðalskipulagi búgarðabyggð fær nú tilvísunarnúmerið F30 og verður frístundasvæði. Nýtt frístundasvæði verður 22,4 ha.og verða þeir 4 ha. sem eftir standa skilgreindir sem landbúnaðarsvæði.

Afgreiðsla: Sveitarstjórn samþykkir að aðalskipulagsbreytingin verði send skipulagsstofnun til umsagnar samkv. 30 gr. skipulagslaga nr.123 / 2010

 

05.Landeigandi leggur fram breytingartillögu að deiliskipulagi í landi Þúfukots. Deiliskipulagið sem er í gildi var staðfest 1992 gerði ráð fyrir lóðum fyrir 13 frístundahús.Nýja deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 15 frístundalóðum sem hver um sig er u.þ.b. 0,5 ha. Deiliskipulagstillagan tekur einnig til fjögurra íbúðarhúsalóða fyrir ofan Þúfukotsbæinn sem að þegar eru byggðar. Ennfremur er á tillögunni gert ráð fyrir ca. 1600 m2 byggingareit fyrir reiðhöll norð-vestan við Þúfukotsbæinn.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar

 

b.      Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefndar frá 4. nóvember.

Afgreiðsla:Fundargerð lögð fram

 

4.      Hitaveita- næstu skref.

Afgreiðsla: Málið rætt  og Karl M Kristjánsson lagði fram eftirfarandi bókun á afgreiðslu:

 Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir að nú þegar verði undirbúin stofnun Hitaveitu Kjósarhrepps, hlutafélags í eigu hreppsins. Félagið einbeiti sér að undirbúningi, stofnun og reksturs hitaveitu.

 

Greinargerð:

Nú er lokið mikilvægri  forkönnun. Vatn er fundið og í nægilegu magni. Nú er komið að því að undirbúa hugsanlega  stofnun og rekstur hitaveitu. Það mjög ráðlegt að væntanlegt rektrarfélag taki við á áætlunarstigi en komi ekki seinna inn í verkefnið. Heppilegast er Stjórn félagsins sé fámenn og undir formennsku aðila með reynslu af stjórnun verkefna.

 

Sigríður Klara leggur fram eftirfarandi:

Sigurður, sem jafnframt er formaður Veitunefndar og Sigríður Klara, sem jafnframt er framkvæmdastjóri Veitu, fóru yfir þá vinnu sem verið er að vinna vegna undibúnings á fyrirhuguðum hitaveituframkvæmdum og lögðu áherslu á vönduð vinnubrögð.

 

Afgreiðsla:  samþykkt að óska eftir umsögn veitunefndar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar hreppsnefndar.

 

5.      Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014                              

Afgreiðsla:  Viðaukinn kynntur hreppsnefndarmönnum

 

6.      Fyrri umræða um fjárhagsáætlun ársins 2014

Afgreiðsla: Vísað til seinni umræðu

 

7.      Nýr samningur um hreinsun rotþróa

Afgreiðsla: Samningurinn kynntur

 

8.      Tilboð í endurskoðun reikninga Kjósarhrepps fyrir árið 2014

Afgreiðsla: Tvö tilboð kynnt

 

9.      Lögregla höfuðborgarsvæðisins kom í heimsókn kl 15:00 og fór yfir tíðni slysa, innbrota og hraðaakstur í sveitarfélaginu, einnig nýjustu kannanir um ánægju íbúa með lögregluna og sýnileika hennar.

 

10.Fjárhagsáætlun vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins f. árið 2015

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fjárhagsáætlunina

11.Fjárhagsáætlun heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis fyrir árið 2015                                            Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fjárhagsáætlununa

12.Íbúafundur  í lok nóvember.                                                                                               Afgreiðsla: Reynt  að finna dag sem hentaði öllum fulltrúum

13.Vegamál Harðbala                                                                                                               Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákvað að senda bréf á landeigendur Harðbala 1 og Harðbala 2 varðandi þá ákvörðun hreppsnefndar Kjósarhrepps sem fram kom á fundum hennar 6. júní og 10. október 2013, að framfylgja fyrirliggjandi deiliskipulagi á Harðbalahverfi í Kjós og leggja veg í samræmi við skipulagið á landamerkjum Harðbala1 og Harðbala 2, allt í samræmi við niðurstöðu Sigmars Metúsalemssonar, sem dómkvaddur var sem matsmaður til að meta landamerki lóðanna og þar með vegstæði samkvæmt deiliskipulagi

14.Aðalskipulag Kjósarhrepps                                                                                                    Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar.

 

15.            Önnur mál                                                                                                                   16.  Mál til kynningar

a.         Leigusamningur við Veisluhúsið ehf vegna Félagsgarðs lagður fram til kynningar en hreppsnefnd ákvað að leigja til tveggja ára frá og með 1. nóvember 2014.

 

Fundi slitið kl 16:58 GGÍ