Fara í efni

Sveitarstjórn

513. fundur 16. apríl 2015 kl. 09:18 - 09:18 Eldri-fundur

  

Kjósarhreppur

Árið 2015, 16. apríl,  kom  hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Þórarinn Jónsson(ÞJ),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Sigríður K Árnadóttir(SKÁ).

Mál sem tekin voru fyrir:

1.      Fundargerðir nefnda

a.      Skipulags og byggingarnefnd

 

Byggingarmál:

Afgreiðsla: Fundargerðin samþykkt

 

Skipulagsmál:

01.  Lagt var fram til endanlegrar afgreiðslu aðalskipulagsbreyting í Þúfukoti samkv. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu var auglýst í Morgunblaðinu og Lögbirtingarblaðinu frá 23. janúar – 9. mars 2015. Ennfremur var tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, í Ásgarði og kynnt með dreifibréfi til íbúa Kjósarhrepps. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir aðalskipulagsbreytinguna í landi Þúfukots samkv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða skilgreint svæði fyrir búgarðabyggð 26,4 ha og felur breytingartillaga í sér að búgarðabyggðin verði felld niður og í staðinn svæðið skilgreint sem frístundabyggð 22,4 ha og landbúnaðarsvæði 4 ha.

 

02.Kynnt var fyrir skipulagsnefnd deiliskipulagstillaga að Þúfukoti, ásamt athugasemdum.

Afgreiðsla: Málið kynnt

 

03.Lagt var fram til endanlegrar afgreiðslu deiliskipulagstillaga að frístundasvæðinu Ennishverfi í landi Háls. Tillagan var auglýst í Morgunblaðinu frá og með 11. ágúst 2014  til og með   22. september  2014. Ein athugasemd barst og hefur verið brugðist við henni. Sveitarstjórn samþykkti að óska eftir umsögn Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við tillöguna. Lögð var fram tillaga að því hvernig brugðist skuli við athugasemdunum.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd hefur samkv. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010 tekið athugasemdir Skipulagsstofnunar til umræðu og gert nauðsynlegar breytingar hvað varðar athugasemdir um form deiliskipulagsins.

 

04.Kynnt var fyrir  skipulagsnefnd  drög að lýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017- Skilgreining svæða fyrir frístundabyggð í landi Flekkudals.

Fyrirhugað er að breyta landnotkun í landi Flekkudals þ.e.a.s. úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Um er að ræða svæði tvö svæði sunnan Meðalfellsvatns:

2,62 ha. Svæði sem að fær tilvísunarnúmerið F4b á sveitarfélaggsuppdrætti. Á því svæði er gert ráð fyrir 5 frístundalóðum sem verða á bilinu 3200 m2 til 5100 m2 á stærð.

8,62 ha. Svæði sem fær tilvísunarnúmerið F4c. Á því svæði er  gert ráð fyrir 11 frístundalóðum  sem verða á bilinu 3350 m2 – 10150 m2 að stærð

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir lýsingu á  tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017, sbr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010  í landi Flekkudals.

 

2.      Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Óskað er eftir afgreiðslu hreppsnefndar Kjósarhrepps á samþykkt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins ásamt umhverfisskýrslu.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að senda málið  til umfjöllunar Skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps.

 

3.      Fyrri umræða um ársreikning Kjósarhrepps fyrir árið 2014. Arna G. Tryggvadóttir endurskoðandi kom á fundinn og kynnti afkomu hreppsins. Rekstrarniðurstaða hreppsins var jákvæð um 9 miljónir kr.  og eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 225 miljónum kr. samkvæmt efnahagsreikningi.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd vísar málinu til seinni umræðu

 

4.      Saga UMF Drengs, staða og framhald.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákvað viðbótarfjárhæð til verksins kr. 400.000.- en sagan varð umfangsmeiri en gert var ráð fyrir í byrjun.

 

 

8.         Önnur mál

9.         Mál til kynningar

a. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 27. mars

b. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 10. apríl

c. Fundargerð 414 fundar SSH.

 

Fundi slitið kl  16:20    GGÍ