Fara í efni

Sveitarstjórn

514. fundur 07. maí 2015 kl. 09:56 - 09:56 Eldri-fundur

  

Kjósarhreppur

Árið 2015, 7. maí,  kom  hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Þórarinn Jónsson(ÞJ),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Sigríður K Árnadóttir(SKÁ).

Mál sem tekin voru fyrir:

1.      Fundargerðir nefnda

a.      Markaðs, atvinnu-og menningarmálanefnd frá 20. apríl

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fundargerðina

b.      Veitunefnd frá 21. apríl

Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram

 

2.      Seinni umræða um ársreikning Kjósarhrepps fyrir árið 2014.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir ársreikning Kjósarhrepps fyrir árið 2014

 

3.      Atvinnumál í Kjósarhreppi. Námsmannavinna, unglingavinnan, almenna heimilisaðstoð í sveitarfélaginu.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákveður að senda út auglýsingu og óska eftir umsóknum í áðurtalin störf.

 

4.      Lóð í Norðurnesi.

Afgreiðsla: Oddvita falið að svara málinu.

 

5.      Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018, afgreiðsla fyrri hluta.

Afgreiðsla:  Málið kynnt.

 

Hreppsnefnd lætur frá sér eftirfarandi bókun án tengsla við Þróunaráætlunina.

 

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 21. mars 2014 að kynna tillögu um nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Svæðisskipulagið, Höfuðborgarsvæðið 2040, verður sameiginleg áætlun sveitarfélaganna um náið samstarf um skipulagsmál og vöxt svæðisins næstu áratugi.

Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur þungar áhyggjur  af því að uppbygging á iðnaðarstarfsemi og annarri starfsemi á Grundartangasvæði í Hvalfjarðarsveit hafi skaðleg áhrif á mannlíf og atvinnustarfsemi í Kjósarhreppi.  Í Kjósarhreppi er mikil landbúnaðarstarfsemi og matvælaframleiðsla en einnig nýtur sveitin sívaxandi vinsælda hjá ferðamönnum og náttúruunnendum,  ekki síst vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið og mikillar náttúrufegurðar.   Það er álit hreppsnefndar Kjósarhrepps að hröð uppbygging á mengandi atvinnustarfsemi á Grundartanga kunni að vera í miklu ósamræmi við samþykktar áætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

Í tillögunni að svæðisskipulaginu kemur fram að umhverfi megi telja heilsuvænt ef það tryggir hreint vatn og loft og hvetur fólk til reglubundinnar hreyfingar.  Umhverfið á að ýta undir að fólk hittist og eigi samskipti sem styrkir bæði félagslega heilsu einstaklinga og samfélagsins.   Tillagan að svæðisskipulaginu gerir ráð fyrir því að gott landbúnaðarland eigi að nýta undir matvælaframleiðslu og náttúruríkt umhverfi eigi að varðveita.  Hreint loft, ómeðhöndlað drykkjarvatn, nálægð viðfjölbreytt útisvistarsvæði og náttúrulegt umhverfi eru markmið sem höfð eru að leiðarljósi í svæðisskipulaginu enda undirstaða að lífsgæðum á höfuðborgarsvæðinu og markar sérstöðu svæðisins umfram önnur borgarsvæði.

Hreppsnefnd Kjósarhrepps gerir þær kröfur til forsvarsmanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að þeir fylgi samþykktum svæðisskipulagstillögum.  Reykjavíkurborg,  sem skipar meiri hluta stjórnar í Faxaflóahöfnum sf,. ber að standi vörð um að framtíðaruppbygging á Grundartangasvæði í Hvalfjarðarsveit hafi ekki skaðleg áhrif á landbúnað, matvælaframleiðslu og mannlíf í Kjósarhreppi.

 

6.      Samningur við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis um eftirlit með rotþróm í sveitarfélaginu

Afgreiðsla: Málið kynnt.

 

7.      Önnur mál

8.  Mál til kynningar

a. Ályktun aðalfundar sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn

c. Kjósarveitur- kynning

d. Kynning á stöðu aðalbókar Kjósarhrepps

 

Fundi slitið kl 16:00 og næsti fundur ákveðinn miðvikudagskvöldið 27. Maí.    GGÍ