Fara í efni

Sveitarstjórn

522. fundur 14. júlí 2015 kl. 13:07 - 13:07 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

Árið 2015, 14. júlí, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 16:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD), Þórarinn Jónsson(ÞJ),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Karl M Kristjánsson(KMK).

 

Mál sem tekin voru fyrir:

1.      Málflutningsumboð til handa Páli Rúnari M. Kristjánssyni og Málflutningsstofu Reykjavíkur,  þar sem lögmanninum og málflutningsstofunni er veitt heimild til þess að koma fram fyrir hönd Kjósarhrepps vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 25. apríl 2014 þess efnis að hreinsun kísilmálms til framleiðslu á 16.000 tonnum af sólarkísil á Grundartanga skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000.  Í umboðinu felst heimild til alls þess sem venjulegt er og nauðsynlegt við dómsmál, þ. m. t. að gefa út stefnu og greinargerð fyrir hönd Kjósarhrepps.

Afgreiðsla:   Hreppsnefnd samþykkir að veita Málflutningsstofu Reykjavíkur umboðið fyrir hönd Kjósarhrepps.

                                                                                                     

2.      Önnur mál 

 

3.       Mál til kynningar

a.      Fasteignamat fyrir árið 2016. Gert er ráð fyrir að heildarmat fasteigna á Íslandi hækki um 5,8% frá yfirstandandi ári. Fasteignamat í Kjósarhreppi mun hækka um 1,3% og landmat 2,3%.

 

 

Fundi slitið kl  16:40     GGÍ