Fara í efni

Sveitarstjórn

524. fundur 20. ágúst 2015 kl. 11:02 - 11:02 Eldri-fundur

    

Kjósarhreppur

Árið 2015, 20. ágúst, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 14:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigríður K Árnadóttir(SKÁ) og Karl M Kristjánsson(KMK).

 

Mál sem tekin voru fyrir:

 

1.                  Fundargerðir nefnda

a.      Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd frá 23. Júní.

Afgreiðsla: Fundargerðin er lögð fram.

b.      Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd frá 2. Júlí.

Afgreiðsla: Fundargerðin er lögð fram.

c.       Skipulags- og byggingarnefnd frá 22. Júlí.

Byggingarnefnd

Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir fundargerðina.

 

Skipulagsnefnd

01.Tekin var fyrir fundinn yfirlitsuppdráttur og lóðarblöð fyrir frístundalóðir í landi Kiðafells.

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

02.Tekin var til endanlegrar afgreiðslu samkvæmt 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 aðalskipulagsbreyting í landi Flekkudals. Aðalskipulagsbreytingin ásamt umhverfisskýrslu var auglýst á tímabilinu 28. maí til 12. júlí 2015.

Afgreiðsla: GGÍ  víkur af fund undir þessum lið 02, 03 og 04. Hreppsnefnd samþykki framlagða breytingu og að hún verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar samkv. 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

 

03.Að lokinni auglýsingu er lögð fram  að nýju samkvæmt 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Flekkudalur – Deiliskipulag frístundabyggðar á Nesi tekur til 2,62ha svæðis. Innan svæðisins eru skilgreindar fimm lóðir fyrir frístundahús. Tillagan var auglýst á tímabilinu frá 28. maí til að með 12. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Lilja Ólafsdóttir, Sigurður I. Sigurgeirsson og eigendur Flekkudals.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir svarbréf skipulagsfulltrúa og vísar deiliskipulaginu til staðfestingar Skipulagsstofnunar samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

04.Að lokinni auglýsingu er lögð fram  að nýju samkvæmt 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Flekkudalur – Deiliskipulag, frístundabyggðar við Meðalfellsvatn og tekur til rúmlega 14 ha svæðis. Innan svæðisins er skilgreind ein íbúðarhúsalóð og fimmtán lóðir fyrir frístundahús.  Tillagan var auglýst á tímabilinu frá 28. maí til að með 12. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Lilja Ólafsdóttir, Sigurður I. Sigurgeirsson og eigendur Flekkudals.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir svarbréf skipulagsfulltrúa og vísar deiliskipulaginu til staðfestingar Skipulagsstofnunar samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

2.                  Fjallskil í Kjósarhrepp haustið 2015.    

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir fjallskil haustið 2015. Fyrri rétt verður sunnudaginn 20. september og sú seinni 11. október. Réttarstjóri verður Sigurður Ásgeirsson, Hrosshóli.

                                                                                              

1.      Önnur mál 

a.      Bréf lagt fram frá Lex lögmönnum vegna sumarhúss í landi Flekkudals.

Afgreiðsla: Oddvita falið að bregðast við erindinu.

 

2.       Mál til kynningar

a.      Staða á innheimtu fasteignagjalda sveitarfélagsins.

b.      Kynning á aðalbók sveitarfélagsins- stöðu bókhalds.

 

Fundi slitið kl    16:00    GGÍ