Fara í efni

Sveitarstjórn

533. fundur 26. nóvember 2015 kl. 15:14 - 15:14 Eldri-fundur

    

Kjósarhreppur

Árið 2015, 26. nóvember, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 14:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir hreppsnefndarmenn eru viðstaddir: Guðmundur Davíðssson(GD),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigríður K Árnadóttir(SKÁ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).

 

Mál sem tekin voru fyrir:  

1.                  Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 4. nóvember.                  Byggingarmál                                                                                                            Afgreiðsla: Fundargerðin samþykkt.

 

Skipulagsmál

a.      Janis Garavaldi kt. 140475-3359 og Gabriele Falco kt. 190373-2589 eigendur fasteignarinnar Fálkahreiður lnr. 219789 í landi Flekkudals óska eftir að skráningu hússins verði breytt úr frístundahúsi í íbúðarhús. Vísað er til upphaflegrar umsóknar þar sem óskað var eftir leyfi til að byggja íbúðarhús.                                                                                                           Afgreiðsla: Frestað.

 

b.      Skipulagsstofnun gerir athugasemd vegna aðalskipulagsbreytingar  í landi Flekkudals.  Guðný G Ívarsdóttir víkur af fundi.

 

Fyrir hreppsnefnd liggur frammi bréf Skipulagsstofnunar frá 15. október 2015 varðandi frístundabyggð í Flekkudal þar sem fram kemur að Skipulagsstofnun muni taka aðalskipulagsbreytingar varðandi frístundabyggðina til afgreiðslu að nýju þegar sveitarstjórn hefur brugðist við athugasemdum sem varða formgalla, sem nánar eru tilgreindir í bréfinu.

 

1)       Sveitarstjórn hefur farið yfir efnislegar athugasemdir Félags sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn frá 10. júlí 2015, sbr. tölvupóst dags. 2. maí 2015, en athugasemdir félagsins taka bæði til breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagsáætlana.  Sveitarstjórn hefur yfirfarið athugasemdir Félags sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn og tekið rökstudda afstöðu til þeirra sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og greinar 4.7.1 og 5.7.1 í skipulagsreglugerð.   Það er rökstudd niðurstaða hreppsnefndar, með hliðsjón af umhverfisskýrslu o.fl.  að athugasemdir sumarhúsafélagsins gefi ekki tilefni til breytinga á fyrirliggjandi tilllögum til aðalskipulagsbreytinga né heldur tilefni til breytinga á fyrirliggjandi deiliskipulagsáætlunum í landi Flekkudals.   Skipulagsfulltúa sveitarfélagsins er falið að rita Félagi sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvant bréf þar fram koma svör sveitarfélagsins við bréfinu og rök fyrir því að athugasemdin hafi engin áhrif á fyrirliggjandi skipulagsáætlanir.

2)      Fyrir sveitarstjórn hafa verið lagðar fram umsagnir stofnana varðandi fyrirliggjandi aðal- og/eða deiliskipulagsáætlanir í landi Flekkudals sem borist hafa eftir afgreiðslu þessara áætlana þann 20. ágúst síðastliðinn. 

1)      Fyrir liggur bréf Umhverfisstofnunar frá 22. september 2015.  Þessi umsögn Umhverfisstofnunar, sem mælir ekki gegn skipulags-áformum, gefur ekki tilefni til breytinga á tilllögum til aðal-skipulagsbreytinga eða fyrirliggjandi deiliskipulagsáætlunum í landi Flekkudals.

2)      Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis í bréfi frá 15. september 2015.   Umsögn þessi, sem mælir ekki gegn skipulagsáformum,  gefur ekki tilefni til breytinga á fyrirliggjandi tilllögum til aðalskipulagsbreytinga eða fyrirliggjandi deiliskipulags-áætlunum í landi Flekkudals.  Fyrir mistök þá hafði Heilbrigðis-eftirliti Kjósarsvæðis verið send umhverfismatsskýrsla frá 2012 í stað þeirrar sem var uppfærð og dagsett 7. maí 2015.  Eftirlitinu var send nýja skýrslan og það breytti ekki afstöðu Heilbrigðiseftirlitsins en það gerir ekki efnislegar athugasemdir við aðalskipulags-breytinguna sbr. bréf eftirlitsins frá 19. nóvember 2015.  Sveitarstjórn lýsir sig þó samþykka framkomnum ábendingum  varðandi umhverfisskýrslu en telur ekki ástæðu til bregðast frekar við.

3)      Umsagnarbréf Fiskistofu liggur frammi í bréfi frá 9. september 2015.  Umsagnarbréfið, sem mælir ekki gegn skipulagsáformum, gefur ekki tilefni til breytinga á fyrirliggjandi tilllögum til aðal-skipulagsbreytinga eða fyrirliggjandi deiliskipulagsáætlunum í landi Flekkudals.  Sveitarstjórn tekur þó undir þá umsögn Fiskistofu að huga þurfi vel að mengunar og frárennslismálum.

4)      Minjastofnun Íslands hefur lagt fram umsögn varðandi deiliskipulag tveggja frístundabyggða í landi Flekkudals, sbr. bréf stofnunarinnar frá 4. nóvember síðastliðnum.  Umsagnarbréfið, sem mælir ekki gegn skipulagsáformum, gefur ekki tilefni til breytinga á fyrirliggjandi tilllögum til aðalskipulagsbreytinga eða fyrirliggjandi deiliskipulagsáætlunum í landi Flekkudals.

5)      Fyrir sveitarstjórn liggur bréf Veðurstofunnar varðandi deiliskipulagstilllögu frítundabyggðar og íbúðarlóðar við Meðalfellsvatn í landi Flekkudals en Veðurstofan hafði áður skoðað skipulagsáform varðandi svæðið.   Veðurstofan gerir ekki athugasemdir við skipulagstilllögurnar og gefur það því ekki tilefni til breytinga á fyrirliggjandi tillögum til aðalskipulagsbreytinga eða fyrirliggjandi deiliskipulagsáætlunum í landi Flekkudals.

 

            Afgreiðsla:

Athugasemdir í bréfi sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn frá 10. júlí 2015, sbr. tölvupóst 2. maí 2015 og framangreindar umsagnir stofnana, sem borist hafa eftir 20. ágúst síðastliðinn,  gefa ekki tilefni til breytinga á fyrirliggjandi aðal- og/eða deiliskipulagsáætlunum í landi Flekkudals.

     

 

2.                  Bréf frá Motus þar sem fyrirtækið býður sveitarfélaginu skýrslu um yfirsýn yfir gang innheimtu fasteignagjalda.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd hafnar að sinni.

 

3.                  Beiðni frá sumarhúsafélaginu við Eyjafell um að breyta sumarhúsum þar í íbúðarhús.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd vísar til reglna sem samþykktar voru á fundi hreppsnefndar 12. maí 2011.  Sjá hér

 

4.                  Fjölföldun Kjósarmyndar.

Afgreiðsla: Ákveðið var að fjölfalda myndina- 200 eintök.

 

5.                  Útihús á Möðruvöllum- segja upp húsaleigusamningum- gera húsin klár.

Afgreiðsla: Ákveðið var að hefjast handa við að laga útihúsin og aðgengi að þeim en þau verða notuð sem athafnasvæði hitaveitunnar.

 

6.                  Málefni hitaveitu.

Afgreiðsla: Undirbúningsvinna er á fullu vegna lagningu á heitu vatni um sveitarfélagið og er nú verið að leita samninga við að leggja ljósleiðara með.

 

7.                  Drög að nýjum samningi við Mosfellsbæ um félagsþjónustu og barnavernd.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir drögin.

                                                                                                                                                                                                      

8.                  Önnur mál 

 

9.                  Mál til kynningar

Fundi slitið kl  15:50      GGÍ