Fara í efni

Sveitarstjórn

554. fundur 02. júní 2016 kl. 15:14 - 15:14 Eldri-fundur

      

Kjósarhreppur

Árið 2016, 2. júní, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman  í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigríður K Árnadóttir(SKÁ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ)

Mál sem tekin voru fyrir:  

1.      Fundargerðir nefnda.

a.      Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd frá 19. maí.

Afgreiðsla: Fundargerðin lögð fram. Ákveðið var að hvetja ti hreinsunarákts í sveitarfélaginu 10. júní sem endar með hamborgaraveislu við Ásgarð mánudaginn 13. Júní kl 16:00.

 

b.      Nefnd um endurskoðun aðlaskipulags Kjósarhrepps frá 1. júní. Á fundinum tók nefndin fyrir tilboð frá Alta, Landlínum og Steinsholti ehf í endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps og gerði tillögu um val ráðgjafa til hreppsnefndar.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir tillögu nefndarinnar að  taka tilboði Steinholts ehf. Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að ganga frá samningi þar um.

 

2.      Rafn Sigurðsson kt: 020440-3179 og Pálína G. Óskarsdóttir kt: 081245-4019 óska eftir því við hreppsnefnd Kjósarhrepps að frístundahúsið Meðalfellsvegur 3a      (fn. 208-6296) verði skráð sem íbúðarhús og lóðin sem íbúðarhúsalóð.

Afgreiðsla: Málinu vísað til umfjöllunar hjá skipulags- og byggingarnefnd.

 

3.       Veisluhúsið ehf, óskar eftir  áframhaldandi leigu á Félagsgarði.

Afgreiðsla: Oddvita falið að ganga frá samningi við Veisluhúsið miðað við umræður á fundinum.

 

4.      Bréf 2 frá Halldóri Halldórssyni formanns reiðveganefndar LH. um akstursbann umferðar vélknúinna tækja eftir reiðleiðinni um Svínaskarð.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd tók vel í málið og sveitarstjóra falið að hafa samband við Halldór um málið.

 

5.      Jón formaður og Guðrún ritari sumarhúsafélagsins í Norðurnesi mættu á fundinn kl 14:00 til að ræða málefni vatnsveitu í Norðurnesi, vega og fleira.

 

6.      Umhverfisstofnun óskar eftir að sveitarfélagið Kjósarhreppur tilnefni fulltrúa í samstarfsnefnd um gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir náttúruvættið Steðja.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd tilnefnir Guðnýju G Ívarsdóttur.

 

7.      Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir að Kjósarhreppur tilnefni tengilið eða fulltrúa sveitarfélagsins við gagnaöflun vegna undirbúnings landsáætlunar um uppbyggingu innviða.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd tilnefnir Guðnýju G Ívarsdóttur

 

8.      Bréf frá Einari Eyjólfssyni vegna malarnáms í grónu sumarhúsalandi við Dælisá.

Afgreiðsla: Sveitarstjóra falið að svara bréfi Einars.

 

9.      Bréf frá Lögron- Lögfræðistofu Reykjavíkur og nágrennis, varðar efnistöku í landi Háls í Kjósarhreppi.

Afgreiðsla: Lagt fram.

 

10.  Lögð fram drög að  leigusamningi við Kjósarveitur ehf. um útihúsin á Möðruvöllum 1. 

Afgreiðsla: Lagður fram til kynningar.

 

11.  Önnur mál. 

a.      Tillaga um að sett verði upp skilti á leið  inn í sveitina þar sem hundaeigendur séu vinsamlegast beðnir um að hafa hunda sína í bandi eða undir ströngu eftirliti meðal á dvöl stendur innan sveitarfélagsmarka.

Afgreiðsla: Tillagan lögð fram.

 

12.  Mál til kynningar.

a.   Bréf frá EFS.

b.   Fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 18. maí.

c.   Stjórn SSH frá 2. maí.

 

 

Fundi slitið   16:15  GGÍ