Fara í efni

Sveitarstjórn

576. fundur 28. desember 2016 kl. 16:12 - 16:12 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

 

Árið 2016, 28. desember, kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 16:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ) og Þórarinn Jónsson(ÞJ).

 

 

Mál sem tekin voru fyrir.

1.       Stofnun einkahlutafélags um ljósleiðaravæðinu í Kjósarhrepp og kosning í stjórn félagsins. Stofnun félagsins var samþykkt á fundi hreppsnefndar þann  8. desember sl.

Afgreiðsla:    Haldinn var stofnfundur í einkahlutafélginu Leiðarljósi.  Samkvæmt stofnfundargerð fyrir félagið voru allir hreppsnefndarmenn í Kjósarhreppi kosnir í stjórn félagsins og gerð var tillaga um að endurskoðandi félagsins yrði Arna Guðrún Tryggvadóttir lögg. endurskoðandi hjá Pricewaterhouse Coopers ehf.

Haldinn var fyrsti stjórnarfundur í Leiðarljósi ehf., þar sem stjórn félagsins skipti með sér verkum.  Guðmundur H. Davíðsson var kjörinn formaður stjórnar félagsins en Guðný G. Ívarsdóttir ritari.  Guðný G. Ívarsdóttir var ráðin framkvæmdastjóri félagsins en jafnframt veitti stjórn félagsins Guðmundi H. Davíðssyni og Guðnýju G. Ívarsdóttur, prókúru fyrir hönd félagsins.

Sveitarstjóra falið að ljúka við opinbera  skráningu Leiðarljóss ehf. hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.

 

Fundi slið kl 16:30 GGÍ