Fara í efni

Sveitarstjórn

577. fundur 19. janúar 2017 kl. 11:22 - 11:22 Eldri-fundur

       

Kjósarhreppur

Árið 2017, 19, janúar kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ), Sigurður Ásgeirsson(SÁ), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ), Þórarinn Jónsson(ÞJ).

Mál sem tekin voru fyrir:   

1.      Fundargerðir nefnda.

a.      Skipulags- og byggingarnefndar frá 18. janúar 2017.

Byggingarnefnd

Afgreiðsla: Staðfest.

 

Skipulagsnefnd

01.   Lögð er fram skipulags- og matslýsing, dagsett 18. janúar 2017,  vegna endurskoðunar aðalskipulags Kjósarhrepps 2016-2028 samkvæmt VII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir skipulags- og matslýsingu til umsagnar Skipulagsstofnunar.

 

02.  Eigendur Eyrarkots 126029 í Kjósarhreppi, fn. 208-5858, óska eftir, með vísan til 48.gr skipulagslaga nr. 123/2010, að sveitarfélagið heimili stofnun lóðar úr lögbýlinu Eyrarkot. Um er að ræða u.þ.b. 8 ha. spildu samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði. Hús lögbýlisins mun fylgja hinni nýju lóð.  Húsakostur jarðarinnar mun standa á hinni óstofnuðu lóð.

Afgreiðsla: Samþykkt

 

2.      Félagsgarður.

Afgreiðsla: Ákveðið að leita eftir nýjum rekstraraðila og hugmyndum um notkun á húsinu.

 

3.      Bókhald Kjósarhrepps. Tilboð hefur borist frá Price Waterhouse Coopers (PWC) um færslu bókhalds og afstemmingar reikninga hreppsins fyrir árið 2017.

Afgreiðsla: Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi samkvæmt umræðum á fundinum.

 

4.      Kjaramál nefndarmanna Kjósarhrepps en þau eru tengd þingfararkaupi og ákvörðuð af Kjararáði.  Málinu var frestað á síðasta fundi hreppsnefndar og beðið ákvörðunan Alþingis.

Afreiðsla: Meirihluti hreppsnefndar samþykkti að styðjast áfram við þingfararkaup. Hækkun tekur gildi  1. Jan 2017. Nánari skýring

 

5.      Ljósleiðari- næstu skref. Félag um ljósleiðaravæðingu Kjósarhrepps hefur verið stofnað, Leiðarljós   ehf með kt: 510117-0260.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd ákvað að halda áfram vinnu við undirbúning ljósleiðaravæðingu og leita að samstarfsaðilum.

                                                         

 

3.         Mál til kynningar.  

a. Endurnýjað starfsleyfis endurvinnsluplansins við Hurðarbaksholt. Gildir til 10. Janúar 2029.

 

Fundi slitið kl  15:22   GGÍ