Fara í efni

Sveitarstjórn

586. fundur 15. maí 2017 kl. 14:50 - 14:50 Eldri-fundur

          

Kjósarhreppur

Árið 2017, 15. maí  kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Sigurður Ásgeirsson(SÁ), Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ), Þórarinn Jónsson(ÞJ) og Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) sem ritaði fundargerð.

Mál sem tekin voru fyrir:   

 

1.      Seinni umræða um ársreiknig Kjósarhrepps vegna ársins 2016. Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæður kr. 26.094.000.- en samantekinn A og B hluti kr. 5.596.000.- einnig jákvæður.  

Afgreiðsla:  Hreppsnefnd samþykkir ársreikning Kjósarhrepps vegna ársins 2016.

 

2.      Unglingavinnnan á vegum sveitarfélagsins í sumar. Auglýst hefur verið eftir starfsmanni. Frestur rann út 10. maí  en enginn sótti um.   

Afgreiðsla: Ef ekki fæst starfsmaður til að hafa umsjón með vinnunni þá verður ekki hægt að bjóða upp á hana í sumar.

 

3.      Hreinsunardagur í Kjósarhreppi

Afgreiðsla: Ekki var ákveðinn neinn sérstakur  hreinsunardagur í Kjósarhreppi  en íbúar og aðrir fasteignaeigendur hvattir til athafna.                                                                                   

 

4.      Önnur mál

 

5.      Mál til kynningar

 

Fundi slitið kl  14:00    GGÍ