Fara í efni

Sveitarstjórn

596. fundur 03. október 2017 kl. 12:18 - 12:18 Eldri-fundur

             

Kjósarhreppur

Árið 2017, 03. október   kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Þórarinn Jónsson(ÞJ,) Sigurður Ásgeirsson(SÁ),  Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ)  og Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) sem ritaði fundargerð.

 

Mál sem tekin voru fyrir:   

 

1.      Fundargerðir nefnda

a.      Skipulags- og byggingarnefnd frá 28. september.

 

Byggingarmál

Afgreiðsla: Staðfest.

 

Skipulagsmál

01.Steinunn Dagný Þorleifsdóttir kt: 030838-2389 Meðalfelli Kjós, 276 Mosfellsbæ óskar eftir að svæði sem hefur tilvísunarnúmerið F10c á sveitarfélagsuppdrætti og í greinargerð aðalskipulags Kjósarhrepps 2005 – 2017 verði skilgreint sem frístundabyggð.

Óskað er eftir að hluti þessa svæðis verði efnistökusvæði fyrir allt að 15000 m3.

 

Afgreiðsla: Hreppsnefnd telur að um viðkvæmt gróið svæði sé að ræða og leggur til að ekki  verði stofnað til efnistöku þar en hafa ber í huga þegar velja á efnistökusvæði samkvæmt gildandi  aðalskipulagi að efnistökusvæði séu með sem lægst verndargildi og náman lítt áberandi frá fjölförnum stöðum.

 

02.Steinunn Dagný Þorleifsdóttir kt: 030838-2389 Meðalfelli Kjós, 276 Mosfellsbæ óskar eftir að við endurskoðun á aðalskipulagi Kjósarhrepps verði svæðinu sem afmarkast af Meðalfellsvegi 8 – 16A breytt úr frístundabyggð í íbúðabyggð.

 

Afgreiðsla: Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið að uppfylltum þeim kröfum sem fram munu koma í  endurskoðuðu aðalskipulagi. Bent er þó á að  við þá endurskoðun er viðmiðunin sú að íbúðarhúsalóðir verði að lágmarki 0,5 ha eða 5000 m2 að stærð. Deiliskipulag mun þurfa að vinna af íbúðabyggðinni.

 

03.Tekin var til endanlegrar afgreiðslu deiliskipulagstillaga í landi Eilífsdals sem samþykkt var í sveitarstjórn 6.   júlí 2017. Tillagan var auglýst 19 júlí og rann athugasemdarfresturinn út 31 ágúst. Brugðist hefur verið þeim athugasemdum sem bárust.                                

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

 

2.      Bréf frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð.

Þórarinn Jónsson vék af fundi vegna þessa máls.

Afgreiðsla: Bréfið lagt fram og sveitarstjóra falið að svara því.

 

 

3.      Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd  samþykkir tillöguna sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

4.      Mál til kynningar

a.      Sex mánaða uppgjör Kjósarveitna.

.

 

 

 

Fundi slitið kl  14:45   GGÍ