Fara í efni

Sveitarstjórn

597. fundur 26. október 2017 kl. 11:25 - 11:25 Eldri-fundur

             

Kjósarhreppur

Árið 2017, 26. október kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til aukafundar í Ásgarði kl. 14:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Þórarinn Jónsson(ÞJ,) Sigurður Ásgeirsson(SÁ),  Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ)  og Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) sem ritaði fundargerð.

 

Mál sem tekin voru fyrir:   

 

1.      Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis 28. október 2017.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd fór yfir kjörskrárstofninn og samþykkir hann. Jafnframt er sveitarstjóra  veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma upp fram að kjördegi vegna alþingiskosninganna  28. október nk.

 

2.      Bréf frá Magnúsi Jósepssyni varðandi  lóðamál í landi Grjóteyrar.

Afgreiðsla: Lagt fram og sveitarstjóra falið að svara bréfinu.

 

3.      Vaxtamörk í landi Mosfellsbæjar- verkefnalýsing vegna  breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd  samþykkir tillögu að lýsingu  sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

4.      Fjallað var um niðurstöðu verkefnisstjórnar Innanríkisráðherra um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga.

 

Hreppsnefnd Kjósarhrepps leggur fram eftirfarandi bókun.                                                                                                                     

Hreppsnefnd Kjósarhrepps mótmælir þeirri niðurstöðu verkefnisstjórnarinnar að lögfesta eigi lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga þannig að þeir verði að lágmarki 250 íbúar 1.janúar 2020.

 

Jafnframt mótmælir hreppsnefnd Kjósarhrepps harðlega þeim lýðræðishalla sem kemur fram í niðurstöðum verkefnisstjórnarinnar sem felst í þeirri tillögu að íbúum mun ekki gefast kostur á að kjósa um sameiningartillögur.

 

Það er ljóst að í tillögum verkefnisstjórnarinnar er ekki tekið tillit til margbreytilegra aðstæðna minni sveitarfélaga í fjárhagslegu, félagslegu og landfræðilegu tilliti. Mikilvægt er að forsenda sameininga sveitarfélaga liggi í frumkvæði íbúanna sjálfra og sé unnið á þeirra forsendum. Ef minni sveitarfélög verða sameinuð stærri sveitarfélögum gegn þeirra vilja mun niðurstaðan ekki verða til heilla fyrir samfélagið á viðkomandi stað.

 

 

5.      Mál til kynningar

a.      Kjósarsaga

b.      Opinn kynningarfundur um endurskoðun aðalskipulagsins 7. nóvember.

 

Fundi slitið kl  15:30   GGÍ