Fara í efni

Sveitarstjórn

603. fundur 01. febrúar 2018 kl. 12:43 - 12:43 Eldri-fundur

              

Kjósarhreppur

Árið 2018, 1. febrúar kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Þórarinn Jónsson(ÞJ,) Sigurður Ásgeirsson(SÁ),  Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ)  og Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) sem ritaði fundargerð.

Mál sem tekin voru fyrir:

1.      Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  frá 18. janúar 2018.

a.      Byggingarmál

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

b. Skipulagsmál:

01.       Kristinn Ragnarsson arkitekt óskar eftir breytingu á deiliskipulagi í landi Háls Raðahverfi fyrir hönd eiganda Stampa 5, Haraldar Karls Reynissonar og Stampa 13, Guðna Birgis Sigurðssonar. Óskað er eftir að texta um hámarksstærð húsa verði breytt.

Núverandi skilmálar segja: Hámarksstærð frístundahúsa er 400  m3 að meðtöldu fylgihúsi.Hámarksstærð fylgihúsa er 150 m3.

Nýr texti verður: Hámarksstærð frístundahúsa er 160 m2 að meðtöldu fylgihúsi. Hámarksstærð fylgihúsa er 30 m2.  Að öðru leiti gilda sömu skilmálar.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

02.       Kristján Finnsson Grjóteyri óskar  eftir að lóðin Árbraut 14 verði stækkuð eins og kemur fram á lóðarblaði.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

03.       Þorkell Hjaltason óskar eftir að stofnuð verði 5216 m2 lóð úr landi Kiðafells.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

2.      Fundur um Vesturlandsveg.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir að taka þátt í opnum fundi um uppbyggingu á Vesturlandsvegi um Kjalarnes til að tryggja öryggi vegfarenda en íbúasamtök og hverfisráð Kjalarness hafa m.a. óskað eftir þátttöku Kjósarhrepps, Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps áfundinum. Fundurinn er fyrirhugaður þann 22. febrúar nk. kl. 17:30 í Fólkvangi á Kjalarnesi."

 

3.      Tilboð frá þeim Lilju Guðlaugsdóttur og Hirti Gunnarssyni, leigutökum lóðarinnar Flóðatanga um kaup á lóðinni.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir kauptilboðið.

 

4.      Önnur mál

Að gefnu tilefni er ítrekað að eingöngu er  lögformlegt bann við lausagöngu hrossa í Kjósarhreppi  samkvæmt auglýsingu í mbl. 20. maí 1990  „ Í nýlegum Lögbirtingi tilkynnir oddviti Kjósarhrepps að hreppsnefnd Kjósarhrepps hafi gert samþykkt þess efnis að lausaganga hrossa í hreppnum er bönnuð og er hrossaeigendum og umráðamönnum hrossa skylt að hafa hrossin  í öruggri vörslu árið um kring. Bannið hefur þegar tekið gildi“

Engu að síður mælir hreppsnefnd endregið með því að öðrum stórgripum sé haldið innan girðinga til að komast hjá óþægindum og óþarfa slysahættu

 

5.      Mál til kynningar

a.      Samþykktir kaupsamningar á lóðunum nr. 75, 60, 64 og 98 í  Norðurnesi í landi Möðruvalla 1.

b.      Fundur með fulltrúum Reykjavíkurborgar, Eflu, Gagnaveitunnar, Mílu og Kjósarhrepps 26. janúar 2018.

Málefnið: Lagning ljósleiðara frá Fólkvangi að Kiðafelli.

 

 

Fundi slitið kl    15:30      GGÍ