Fara í efni

Sveitarstjórn

605. fundur 01. mars 2018 kl. 15:53 - 15:53 Eldri-fundur

              

Kjósarhreppur

Árið 2018, 1. mars  kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Þórarinn Jónsson(ÞJ,) Sigurður Ásgeirsson(SÁ),  Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ)  og Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) sem ritaði fundargerð.

Mál sem tekin voru fyrir:

1.      Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  frá 22. febrúar 2018.

Byggingarmál

Afgreiðsla: Samþykkt.

Skipulagsmál:

01.  Sigríður Inga Hlöðversdóttir kt: 270966-4039 og Gunnar Leó Helgason kt: 030163-4199 sækja um að skráningu á sumarhúsi þeirra Holt lnr. 200724  verði breytt í íbúðarhús. Húsið stendur á landbúnaðarlandi og verður tekið úr kvóta jarðarinnar Blönduholt lnr. 125911 samkvæmt núgildandi aðalskipulagi.                                Afgreiðsla: Samþykkt.

 02.Gunnar Leó Helgason kt: 030163-4199 óskar eftir fyrir hönd Helga Jónssonar ehf. kt. 490517-0570  að stofnuð verði 13,6 ha. spilda úr landi Fells lnr. 126037. Afgreiðsla: Samþykkt.

 

2.      Bréf frá Jóni E Unndórssyni, dags. 19. febrúar,  beiðni um afslátt að fasteignagjöldum.

Afgreiðsla: .  Það er skylda Kjósarhrepps að láta greiðendur fasteignagjalda njóta jafnræðis við innheimtu gjaldanna.  Á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is, er að finna reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Kjósarhreppi.

 

3.      Vaxtamörk á Álfsnesi - verkefnislýsing fyrir breytingu á svæðisskipulagi.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við að afgreiða verkefnislýsinguna til kynningar og umsagnar sbr. 1. mgr. 23. gr skipulagslaga og 2. mgr. 6.gr.laga um umhverfismat áætlana.

 

4.      Arna G Tryggvadóttir endurskoaðndi PWC kom kl 15:00 og kynnir drög að ársreikning   Kjósarveitna vegna árs  2017.  

 

5.      Önnur mál

 

6.      Mál til kynningar

a.      Samþykktir kaupsamningar á lóðum nr. 66 í  Norðurnesi í landi Möðruvalla 1 og Flóðatanga .

b.      Fundur Heilbrigðiseftirlitsnefndar frá 14. febrúar.

c.       Athugasemdir frá Skipulagsstofnun vegna endurskoðun aðalskipulagsins og fyrstu viðbrögð hönnuða..

d.      Umsögn SIS til SNR  lögheimilislög 2018 og drögin  að lögunum.

e.      Íbúaskrá Kjósarhrepps 1. desember 2017.

f.        Starf Þróunarfélagsins Grundartanga.

 

 

 

Fundi hreppsnefndar slitið kl   14:30       GGÍ