Fara í efni

Sveitarstjórn

607. fundur 27. mars 2018 kl. 11:19 - 11:19 Eldri-fundur

              

Kjósarhreppur

Árið 2018, 27. mars  kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til auka fundar í Ásgarði kl. 13:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Þórarinn Jónsson(ÞJ,) Sigurður Ásgeirsson(SÁ),  Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ)  og Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) sem ritaði fundargerð.

Mál sem tekin voru fyrir:

1.      Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  frá 24. mars  2018.

Byggingarmál

Afgreiðsla: Samþykkt.

Skipulagsmál:

Teknar voru til afgreiðslu athugasemdir Skipulagsstofnunar um tillögur að endurskoðuðu  aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029, dagsettar 13.  febrúar 2018 en skipulagið var sent  Skipulagsstofnunar til athugunar í desember sl. Nefnd um endurskoðun aðalskipulagsins og skipulagsnefnd Kjósarhrepps voru búnar að fara yfir athugasemdirnar ásamt hönnuðum og hefur verið brugðist við þeim.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir tillögu að aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029, með áorðnum breytingum og ákveður að senda hana til Skipulagsstofnunar, samkvæmt 3.m.g.r. 30 gr.skipulagslaga nr.123/2010 ásamt uppfærðum aðalskipulagsgögnum, til athugunar og jafnframt að óska eftir heimild til að auglýsa tillöguna.

 

 

Fundi hreppsnefndar slitið kl   13:30     GGÍ