Fara í efni

Sveitarstjórn

612. fundur 23. maí 2018 kl. 11:47 - 11:47 Eldri-fundur

                

Kjósarhreppur

Árið 2018, 23. maí kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar í Ásgarði kl. 14:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Guðmundur Davíðssson(GD),  Þórarinn Jónsson(ÞJ,) Sigurður Ásgeirsson(SÁ),  Sigríður K. Árnadóttir(SKÁ)  og Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) sem ritaði fundargerð.

Mál sem tekin voru fyrir: .

 

1.      Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 22. maí.

Byggingarnefnd.

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

Skipulagsnefnd.

Lagt var fram bréf skipulagsstofnunar, dags. 22. maí 2018, þar sem heimilað er að auglýsa tillögu um endurskoðun á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 eftir að brugðist hefur við athugasemdum Skipulagsstofnunar.   

Afgreiðsla:  Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að bregðast  við athugasemdum Skipulagsstofnunar og auglýsa í framhaldi tilllögu að nýju aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga.

 

2.      Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018.

Afgreiðsla: : Hreppsnefnd fór yfir kjörskrárstofninn og samþykkir hann. Jafnframt er sveitarstjóra  veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma upp fram að kjördegi vegna kosninga til sveitarstjórna  26. maí  nk.

 

3.      Tilboð liggur fyrir frá tveim aðilum í að semja nýja persónuverndarlöggjöf fyrir Kjósarhrepp, Kjósarveitur ehf og Leiðarljós ehf.

Afgreiðsla: Lagt fram.

 

4.      Önnur mál

 

5.      Mál til kynningar

a.      Afsal fyrir lóðum 83 og 85 í Norðurnesi og kauptilboð í nr 72.

 

Fundi hreppsnefndar slitið kl  15:30       GGÍ