Fara í efni

Sveitarstjórn

626. fundur 03. ágúst 2018 kl. 10:08 - 10:08 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

 

Árið 2018, 03. ágúst kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar nr. 184 í Ásgarði kl. 15:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson(KMK),  Þórarinn Jónsson(ÞJ), Guðmundur Davíðsson(GD) er boðaður sem 1. varamaður í forföllum Sigríðar K Árnadóttur (SKÁ), Guðný G Ívarsdóttir(GGÍ) og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) sem ritaði fundargerð.

 

Mál sem tekin voru fyrir: .

             

            

1.      Fundargerðir nefnda

a.       Samgöngu- og fjarskiptanefndar frá 23. Júlí

Afgreiðsla:RHG gerir grein fyrir fundargerð, samþykkt

b.      Umhverfisnefndar frá 26. júlí.

Afgreiðsla:KMK gerir grein fyrir fundargerð, samþykkt

c.       Skipulags- og byggingarnefndar frá 26. júlí.

Afgreiðsla:KMK gerir grein fyrir fundargerð, samþykkt

d.      Samgöngu- og fjarskiptanefndar frá 31. júlí.

Afgreiðsla:RHG gerir grein fyrir fundargerð, samþykkt að veita nefndinni heimild til að leita tilboða í umferðaöryggisáætlun fyrir sveitafélagið, samþykkt

e.       Félags-, æskulýðs- og jafnréttismálanefndar frá 1. ágúst.

RHG og GGÍ kynna tillögur að breytingum sem tilgreindar eru í fundargerðinni, tillögurnar fara í frekari skoðun hjá hreppsnefnd.

 

2.      Tilkynning frá Vodafone til notanda í Kjósarhreppi um að kerfi Lofthraða/eMax verði lagt niður í áföngum í haust.

Afgreiðsla:KMK greindi frá stöðunni og fundar með Vodafone 9. ágúst.

 

3.      Skjalavistunarmál. Drög að skýrslu um stöðu skjalamála ásamt tillögum að breytingum.

Afgreiðsla:KMK kynnti niðurstöður Guðmundar Guðmarssonar sem sá um úttekt á stöðu skjalamála Kjósarhrepps.

 

4.      Málefni Leiðarljóss ehf.

Afgreiðsla:KMK greindi frá stöðu núverandi stöðu í Ljósleiðarans, boðað hefur verið til fundar með Reykjavíkurborg 9. ágúst.

 

5.      Önnur mál.Enginn önnur mál á dagskrá.

 

6.      Mál til kynningar.

RGH kynnti tillögu að Styrktarsjóði Kjósarhrepps.

 

 

Fundi slitið kl 17:22 RHG