Fara í efni

Sveitarstjórn

631. fundur 04. september 2018 kl. 13:31 - 13:31 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

 

Árið 2018, 04. september kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar nr. 185 í Ásgarði kl. 16:00.                                                                                                                                                    Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson(KMK),  Þórarinn Jónsson(ÞJ), Guðmundur Davíðsson(GD) er boðaður sem fyrsti varamaður í fjarveru Guðnýjar G Ívarsdóttur (GGÍ), Sigríður K Árnadóttir (SKÁ) og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) sem ritaði fundargerð.

 

Mál sem tekin voru fyrir:             

            

1.      Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Kjósarhrepps

Afgreiðsla:KMK gerir grein fyrir breytingum, samþykktin samþykkt.

 

2.      Fundargerðir nefnda.

a.       Samgöngu- og fjarskiptanefndar frá 30. ágúst.

Afgreiðsla:Minnisblað frá VSÓ Ráðgjöf, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

b.      Umhverfisnefnd frá 9. ágúst

Afgreiðsla:KMK gerir grein fyrir fundargerð. Samþykkt.

 

c.       Viðburða- og menningarnefnd frá 22. ágúst

Afgreiðsla:Til upplýsinga.

 

d.      Félagsmála-, æskulýðs- og jafnréttismálanefnd frá 1. 16. og 29. ágúst.

Afgreiðsla:Fundargerðir samþykktar og eftirfarandi tillögur afgreiddar sérstaklega.

 

1.      Reglur Kjósarhrepps um styrki til ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og aldraða.

Afgreiðsla:Samþykkt.

2.      Náms- og ferðastyrkur framhaldskólanema.

Afgreiðsla:Samþykkt.

3.      Reglur um liðveislu.

Afgreiðsla:Samþykkt.

4.      Viðauki við Jafnréttisáætlun Kjósarhrepps 2016-2019.

Afgreiðsla:Samþykkt.

5.      Reglur Kjósarhrepps um heimagreiðslu til foreldra

Afgreiðsla:Samþykkt.

6.      Samþykkt um frístundastyrki í Kjósarhreppi.

Afgreiðsla:Samþykkt.

7.      Reglur um félagslagaþjónustu í Kjósarhreppi, sbr. 29.gr. laga um félagsþjónustu sveitafélaga..

Afgreiðsla:Samþykkt.

8.      Ferðastyrkur grunnskólanema.

Afgreiðsla:Samþykkt.

           

 

 

 

3.      Erindisbréf nefnda.

Afgreiðsla:Erindisbréf Skipulags- og byggingarnefndar, verði uppfært og yfirfarið. Erindisbréf, Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefndar, Viðburða- og menningarnefndar, Umhverfisnefndar og Samgöngu- og fjarskiptanefndar samþykktar.

 

4.      Fjallskilaboð 2018.

Afgreiðsla:Ákveðið var að fyrri rétt verði sunnudaginn 16. september kl 15:00 og seinni sunnudaginn 7. október kl 15:00.

 

5.      Önnur mál

Ljósleiðari staða.

Afgreiðsla:Farið yfir stöðu mála.

 

Samningar við fasta starfsmenn Kjósarhrepps.

Tillaga að starfslokum og nýjum starfssamningi við fyrrverandi sveitastjóra Kjósarhrepps.

Afgreiðsla:Oddvita falið að ganga frá samningunum.

 

Tillaga að samningi við Karl Magnús Kristjánsson oddvita um sveitarstjórastörf hans lögð fram og samþykkt.

 

6.      Mál til kynningar

 

a.       Fundargerð 459 fundar SSH

b.      Fundargerð 39 fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis

c.       Þjóðskjalasafn um skjalavörslu og stjórn afhendingarskyldra aðila í kjölfar nýrra laga um persónuvernd.

d.      Náttúruhamfaratrygging Íslands, breyting á lögum og hlutverki.

e.       Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi aðalskipulag Kjósarhrepps.

 

Bókun Hreppsnefndar Kjósarhrepps

 

Að gefnu tilefni vill hreppsnefnd Kjósarhrepps árétta að umferð óskráðra vélhjóla er með öllu óheimil á akvegum, reiðstígum og öðrum stígum í hreppnum.

 

Umferð þessara hjóla nú í sumar hefur fælt hross í reið og er ekki að spyrja hvað slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, en hér með er biðlað til umráðamanna slíkra farartækja að virða reglur um umferð þessara tækja

 

 

Fundi slitið kl: 19:00 RHG